Menntamál - 01.12.1941, Side 42
136
MENNTAMÁL
unnið sigur sinn, fyrst sjálfstæðisskerðingin gat orðið þjóð-
inni svo léttbær, sem hegðun almennings benti til? Hvers
virði er henni þjóðerni og tunga? í þúsund ár hefir engin
alvarlegri hætta ógnað tungu vorri og þjóðerni en sú, sem
siglir í kjölfari hins erlenda setuliðs, og henni er tekið
með léttúð og kæruleysi. Stendur þjóðin á því stigi, að
„þjóð, íöðurland og allt, sem hátt er hafið“ sé henni „eins
og þokuslæðum vafið“, innantóm orð, sem engin djúp til-
finning fylgir? Veit íslenzka þjóðin ekki, hvað ættjarðar-
ást er? eins og haft hefir verið eftir yfirmanni í hinu er-
lenda herliði. — Og siðgæðistilfinningin. — Er þjóðinni
einskisvirði, þó henni sé stefnt í meiri voða en áður hefur
þekkzt? Hættir þjóðinni við að láta blekkjast af skrumi
og svívirðilegum áróðri óhlutvandra manna, en gæta ekki
hinna sönnu raka? Tekur hún kjaftæði og skrúðgöngur
fram yfir sannar og ósviknar tilfinningar. Lætur hún sig
meiru skipta stundar hag og stundargaman, en framtíð
þeirra kynslóða, sem fæðast eiga við firði, á ströndum
og í dölum þessa lands.
Svari hver fyrir sig eftir þeim forsendum, sem fyrir
liggja, eftir því sem hver og einn hefur þroska til að
álykta, en svari um fram allt heiðarlega og í fullri hrein-
Skilni. (Skrifað veturinn 1941).