Menntamál - 01.12.1941, Side 47

Menntamál - 01.12.1941, Side 47
MENNTAMÁL 141 bændasyni og — dætur á íslandi. Þau hafa eins og aðrir bókhneigðir unglingar, sem ólust upp á síðari hluta 19. aldar, lesið fornritin og önnur þau rit, sem þá voru á boð- stólum. Þegar þau Magnús og Kristín giftust, bjuggu þau fyrst í Þingi og Vatnsdal, en um aldamótin fluttu þau að Hurð- arbaki í Torfalækjarhreppi. Þar bjuggu þau þar til Magn- ús andaðist árið 1909. En síðan bjó Kristín þar áfram með börnum sínum. Heimilið að Hurðarbaki var gott og mjög ánægjulegt. Hef ég um það frásögn mjög greinargóðs manns, sem til þekkti. Foreldrar Kristínar lifðu Magnús, og eftir að Magnús dó, gerðu þau heimilislífið léttara en ella myndi verið hafa, því að þau voru bæði afbragðsmanneskjur, greind og glað- lynd. Hurðarbak er þannig í sveit sett, að það er afskekkt, en þangað þótti gott að koma. Fjölskyldan var gestrisin og greiðug. Heimilið að Hurðarbaki var fátækt lengi fram eftir bú- skaparárum Kristínar. Börnin voru sjö og fóstursystir þeirra að auki, svo að ómegðin var mikil. Þegar Magnús dó, tóku eldri bræður Eiríks, Jón og Guð- mundur, við búsforráðum og farnaðist þeim vel. Er þeir eltust, og systkinin öll komust upp, batnaði hagur heim- ilisins. Munu þeir bræður hafa eitthvað styrkt Eirík til náms. Æska Eiríks Magnússonar og námsferill hans. Eiríkur Magnússon var fæddur að Hurðarbaki, Torfa- lækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 3. apríl 1904. Það var 30 árum eftir 1000 ára afmæli fyrsta landnáms á ís- landi, þegar ísland fékk stjórnarskrá sína og stórum var slakað á hinu erlenda valdi, sem um margar aldir hafði haldið íslendingum í fjötrum ófrelsis og harðstjórnar. Það

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.