Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 52
146
MENNTAMÁL
hann svo mikinn áhuga hjá unglingunum, að þeir báöu
hann að lofa sér að starfa saman undir handleiðslu hans
og með honum. Hann varð við bæn þeirra og stofnaði með
þeim ungmennafélag. Og félagið starfaði af áhuga. Allt-
af var Eiríkur boðinn og búinn til félagsstarfsins, og það
eftir að mjög fór að bera á lasleika hans þeim, sem síðar
varð honum ofjarl.
Ég sagði einu sinni við Eirík: „Heldurðu að þú þolir að
bæta félagsstarfinu á þig? Viltu ekki að minnsta kosti fá
einhvern til að taka þátt í starfinu með þér og leysa þig
frá nokkrum hluta þess?“ „Nei,“ sagði Eiríkur, „ég verð að
gera það sjálfur. Ég er að greiða gamla skuld, sem eng-
inn getur greitt fyrir mig“, bætti hann við og brosti hlýtt
og sannfærandi.
Ég varð niðurlútur og fyrirvarð mig. Hve marga slíka
reikninga skyldi ég þá eiga eftir að greiða? Þessar skuldir
mínar hlaut ég ýmist að hafa látið sökkva í hyl gleymsk-
unnar eða þá að skortur á skyldurækni og hugkvæmni
höfðu varnað mér þess að gera tilraun til að greiða þær.
Heimsborgari, hugsjónamaður og trúmaður.
Eiríkur Magnússon var að vísu fæddur í Húnaþingi á
íslandi. En þrátt fyrir það var hann í raun og veru lítið
fremur íslendingur en Breti, Rússi eða Þjóðverji. Hann
talaði kjarnmikla íslenzku með smekklegri setningaskipan,
en hann hugsaði á máli allra kynkvísla og þjóða.
Andleg vakning og viðreisnarbarátta í Kína og Ástral-
íu gat snortið hann eldmóði, eins og hann væri einn þeirra,
sem áttu að njóta ávaxta bættra menningarkjara í Kína eða
Ástralíu. Ég man ávalt eftir fögnuði Eiríks, þegar það frétt-
ist, að 8 stunda vinnudagur hefði verið leiddur í lög fyrir
franska verkamenn. Fögnuður hans var einlægur og ákaf-
ur. Þegar hann ræddi við mig um þennan stórkostlega
sigur menningarmálanna í heiminum, lét ég í Ijós álit
um það, að óvíst væri, að takast mundi nokkru sinni að