Menntamál - 01.12.1941, Page 61
MENNTAMÁL
155
iTeitirnar ern atlivarf
bæjanna
Reykjavikurböm í sveit.
Undanfarin ár hafa ýmis líknar- og menningarfélög í
stærztu bæjum landsins unnið að því, að sem flest borgar-
börn gætu notið sumardvalar í sveit, annað hvort á barna-
heimilum eða sveitabæjum. SíðastliÖið sumar var starf
þetta víðtækara en nokkru sinni fyrr, sem aðallega staf-
aði af hernáminu og ótta við hernaðaraðgerðir á landi
hér.
Á öðrum stað í þessu hefti, er skýrt frá starfi sumar-
dvalarnefndar á Akureyri. Hér verður skýrt frá störf-
um og framkvæmdum sumardvalarnefndar Reykjavíkur.
Ritstjóri Menntamála hefur hitt Arngrím Kristjánsson,
framkvæmdastjóra nefndarinnar, og fengið hjá honum
eftirfarandi upplýsingar:
Upphaf málsins er það, að vorið 1940 tókst samvinna
milli Barnaverndarráðs fslands og Rauða krossins um að
greiða fyrir dv.öl fátækra barna í sveit. Nokkur líknarfélög,
sem áður höfðu látið lík mál til sín taka, voru einnig þátt-
takendur í samvinnu þessari.
Fyrirkomulag var ráðgert með tvennu móti:
A. Með því að starfrækja sumardvalarheimili.
B. Greiða fyrir dvöl barna á sveitaheimilum, þannig, að
í bænum væri starfandi nefnd, sem útvegaði heilbrigð
sveitaheimili, og vísaði foreldrum 9—12 ára barna á hollan
dvalarstað í sveit, þar sem þau gætu að nokkru leyti unn-
ið fyrir sér.
Síðari hugmyndina hafði Arngrímur Kristjánsson borið
fram við R. Kr.; ennfremur flutti hann erindi um þetta