Menntamál - 01.12.1941, Síða 67
MENNTAMÁL
161
§óku í
keimara
(Eftirfarandi tvær greinar eru skrifaðar um launamálið að tilhlutun
ritstj. Mm. í greinunum koma fram skýringar, sem kennurum ætti
að koma vel).
Saga launaiuáMns 1941.
Skömmu eftir áramótin 1941 boðaði stjórn S. í. B. á sinn
fund stjórnir Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík og
Kennarafélagsins í Hafnarfirði. Á fundi þessum voru launa-
mál kennara rædd og voru allir fundarmenn sammála um
að hefjast þyrfti nú þegar handa og leggja fyrir ríkisstjórn
og Alþingi kröfur um launabætur til handa kennurum,
Samkvæmt uppástungu launanefndar innan Sambands-
stjórnarinnar var kosin sjö manna nefnd úr þeim stjórn-
um, er fundinn sátu. Tilnefndi stjórn S. í. B. þrjá nefndar-
menn, en hvor hinna tvo. Þessari nefnd var síðan falið að
vinna að framgangi málsins.
Nefndin tók þegar til starfa og kom brátt í ijós, að hér
var, sem oftar, við ramman reip að draga. Kennslumála-
ráðherra og fjármálaráðherra létu ótvírætt á sér skilja,
að alls engra breytingar á grunnlaunum væri að vænta á
komandi þingi. Var því með öllu þýðingarlaust að bera
fram kröfur um grunnlaunahækkun. Nefndin tók því upp
að nýju eftirfarandi kröfur, sem flestar hafa verið bornar
áður fram af S. í. B., en ekki náð fram að ganga.
1. Aldursuppbætur kennara greiðist á 6 árum (til vara
á 10 árum) í stað 15 ára áður.
2. Launakjör kennara í kauptúnum, sem hafa eins
marga íbúa og fámennasti kaupstaðurinn, skulu
vera þau sömu og kennara í kaupstöðum.
n