Menntamál - 01.12.1941, Síða 69
MENNTAMÁL
163
nefndin kjarabótakröfurnar aftur til ríkisstjórnarinnar
með tilmælum um, að stjórnin léti framkvæma þær sem
st j órnarráðstöf um.
Þar eð ráðherrarnir höfðu endurnýjað fyrri loforð sín
um stuðning sinn við málið, leit nefndin svo á, að málinu
væri borgið. Var því störfum nefndarinnar í raun og veru
lokið. Hún fylgdist þó enn með málinu, og seint í sumar,
er framkvæma átti þessar breytingar, gat hún afstýrt
því, að dregið yrði úr hækkuninni á launum farkennar-
anna.
Þann 1. sept. s. 1. gengu svo eftirfarandi kjarabætur í
gildi:
1. Aldursupþbótin greiðist á 9 árum í stað 15 árum
áður.
2. Kennarar i kauptúnum, sem hafa eins marga eða
fleiri íbúa en fámennasti kaupstaðurinn, skulu hafa
sömu launakjör og kennarar í kaupstöðum.
3. Grunnlaun farkennara hækka um kr. 400.00.
%
Við skulum nú athuga þessar kjarabætur nánar. Annað
og þriðja atriðið færa hlutaðeigandi kennurum allmiklar
launabætur. Kennarar í Keflavík, Akranesi, Sauðárkróki
og Húsavík, fá sömu launakjör og kennarar i kaupstöðum.
Farkennarar hafa nú fengið leiðréttingu á þeim misrétti,
sem þeir hafa verið beittir alla tíð í launamálum. Þeir hafa
nú fengið hliðstæð laun og aðrir kennarar og jafnvel betri.
Það er vel farið, því að þeir eiga að flestu leyti við erfiðari
starfsskilyrði að búa.
Fyrsta atriðið færir kennurum aftur á móti ekki mjög
miklar launabætur, og sumum því miður alls engar. En það
eru elztu kennararnir, sem fengið höfðu fullar launaupp-
bót. Ég gæti bezt trúað að kennarar hefðu ekki orðið mikið
varir við launahækkun vegna breytingar á greiðslu aldurs-
uppbótarinnar. En það stafar af því, að verðlagsuppbótin
veldur svo mikilli ringulreið á launagreiðslunum. Það er
hreint ekki þægilegt að átta sig á því, hver mánaðargreiðsla
li*