Menntamál - 01.12.1941, Side 72

Menntamál - 01.12.1941, Side 72
166 MENNTAMÁL talið þa'ð þýðingarmikið, að kennarar eigi að verja sumr- inu til fræðandi ferðalaga eða námskeiða í starfinu. Þá eru þeir ekki ofgóðir til að snapa sér einhverja daglauna- vinnu, svo að þeir geti framfleytt sér og fjölskyldu sinni. Þá er ekki verið að hugsa um, að hin lágu laun neyði kennara oft og tíðum til þess að afla sér tekna með ein- hverri aukavinnu. En slíkt getur aldrei haft góð áhrif á kennslustarfið. Nei, þetta þarf að taka stakkaskiptum, en til þess þarf sleitulausa baráttu og harða. Kennarastéttin verður að standa saman sem einn maður. Og forgöngu í baráttunni verður Samband íslenzkra barnkennara að hafa, eða rétt- ara sagt stjórn þess. Hún má ekkert tækifæri láta ónot- að, til þess að koma fram stéttarmálum kennara. Ég vil að lokum taka það fram, að ég hygg, að við kenn- arar megum þakka það þrem mönnum aðallega, að kjara- bætur þessar náðu fram að ganga. Það eru þeir tveir ráð- herrar, er að framan getur og Bjarni Bjarnason skóla- stjóri á Laugarvatni. Hefði Bjarni ekki átt sæti í mennta- málanefnd neðri deildar Alþingis, er ósýnt, hversu farið hefði. ■ Jónas B. Jónsson Nokkiir orð um launamál kennara. Svo sem öllum kennurum er kunnugt, þá gilda enn í höfuðatriðum launalögin frá 1919. Þau lög fólu í sér mikl- ar réttarbætur frá því, sem áður var, ekki einungis um launakjör, heldur og á ýmsan annan hátt. En þó varð kenn- urum brátt ljóst, að við svo búið mátti ekki standa. Kenn- arar líta svo á, að samanborið við aðra sambærilega starfs- menn þjóðfélagsins, séu launakjör þeirra ósamboðin hinu vandasama og ábyrgðarmikla starfi. Fyrir því hafa líka félagssamtök kennaranna unnið að því um margra ára

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.