Menntamál - 01.12.1941, Side 73

Menntamál - 01.12.1941, Side 73
MENNTAMÁL 167 skeið að fá launalögin frá 1919 endurskoðuð og kjör kenn- aranna bætt. Enn hefur kröfunni um heildarendurskoð- un og umbætur á launalögunum ekki verið sinnt, en dá- lítiö hefur þó áunnist við og við fyrir atbeina S. í. B. og er þetta helzt: Árið 1930 var stofnkaup forkennara hækkað úr 300 kr. upp í 500 kr. á ári. Árið 1933 var upptekin ný regla um aldurs uppbætur, þannig, að kennarar, sem fluttust milli skólaflokka fengu að halda rétti til aldursuppbóta miðað við starfstímann alls, en áður höfðu þeir þurft að byrja sem nýliðar, ef þeir skiptu um skólaflokka. Árið 1936 hækkuðu árslaun flestra kennara við fasta skóla, vegna þess að árlegur starfstími lengdist við gildis- töku hinna nýju fræðslulaga, án þess að breyting yrði á sjálfum launalögunum. Og loks gengu í gildi frá 1. sept. s. 1. eftirfarandi kjara- bætur: a) í stað þess að þurfa að vinna í 15 ár til að öðlast fulla aldursuppbót, kemur full hækkun á 9 árum. — B) Stofn- laun farkennara hækka úr 500 kr. á ári í 900 kr. C) Kenn- arar í þorpum, jafn fjölmennum eða fjölmennari en fá- mennasti kaupstaður landsins, fá sömu launakjör og kenn-' arar í kaupstað. Loks er að geta þess, að kennarar í Reykjavík hafa, síðan 1931, fengið úr bæjarsjóði greidda eins konar stað- aruppbót, sem er fólgin í því, að þeir hafa haldið dýrtíð- aruppbótinni gömlu í 40%. Þá er og greidd staðaruppbót í Hafnarfirði, á ísafirði, Siglufirði og Akureyri. Ýmsum kennurum kann að finnast, að lítið hafi áunn- ist í þessum málum, enda er það rétt. En jafnvel þessir litlu ávinningar, sem reyndar færa meiri hluta kennara mánaðarlega tugi króna, hafa kostað þó nokkuð starf, baráttu vil ég ekki kalla það. En betur má, ef duga skal. Launamál kennara eru enn óleyst í heild sinni, og mun

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.