Menntamál - 01.12.1941, Page 78

Menntamál - 01.12.1941, Page 78
172 MENNTAMÁL í tímariti og þá var skrifað nokkuð um hana í sambandi við það. Var hún þá lofuð fyrir léttan og lifandi stíl og nokkrar spaugsamar setningar, sem hún hefur að geyma á víð og dreif. Mér finnst hún sízt af öllu vera gamansaga og gildi hennar mest í því fólgið, hvað hún bendir á alvarlega hluti. Auk þess er hún mjög vel gerð. Lýs- ingin á Ólafi Ólafssyni er gerð með fáum en svo skýrum dráttum, að æviferill hans og innri maður verður ljós og lifandi í meðvitund les- enda. Viðtökurnar, sem hún fékk þá, virðast vera gott dæmi þess, hversu kröfurnar eru miklu meiri, sem ritdómarar almennt gera til ungra höfunda, en hinna, sem náð hafa fullri viðurkenningu, ég tala nú ekki um, ef þeir eru bornir á pólitískum ástarörmum. — Sumt féll meðal þyrna — heitir næsta sagan. Hún er prýðilega gerð, eins og næsta saga á undan. Æviferill Jóns Jósefssonar er ef til vill enn þá ljósar dreginn en æviferill Ólafs Ólafssonar, með enn- þá færri og skýrari dráttum og hér er það samúðin, sem ræður fyrst og fremst. Aukapersónumar eru líka ljósar og sannar, atvik öll verða sennileg í meðferð höfundar og efnið minnisstætt. — Prá liðnu sumri — er sjötta sagan. Þar er meðal annars sagt frá tveimur pólitískum kjaftaskúmum í sjávarþorpi úti á landi. Þeir eru mannleysur og óþrifaskepnur í þjóðfélaginu, eins og sonurinn í sögunni — Eins og maðurinn sáir —. Störf sín rækja þeir ekki vegna starfsins, heldur ávinningsins og eru í rauninni áhugalausir um allt nema eigin þægindi, en standa föstum fótum eigi að síður, því að æðsta vald þjóðarinnar, flokkastjórnirnar, hafa gert þá að umboðs- mönnum sínum. íslendingar 40. áratugsins á þessari öld þekkja menn- ina mæta vel. Þeir eru viðloðandi í hverjum bæ og hverri sveit á landi voru. Þá er síðasta sagan — Að liðnum sólstöðum —. Ef til vill er höf. hvergi í nánari snertingu við hversdagslif fjöldans og hversdagsleg vandamál hans en í þessari sögu, og hvergi kemur ljósar fram, hve trúr hann er sannleikanum. Efni hennar freistar til rómantískra draumóra, en þess verður ekki vart, að freistingin hafi áhrif á hann. Sagan er um ung hjón, sem lífið færir mikinn vanda að höndum. Það leysist úr honum á eðlilegan hátt, en margar aðrar leiðir hefðu verið hugsanlegar. Og i sögulokin sjáum við persónurnar andspænis öðrum vanda, og vitum ekki hvernig eða hvort hann leysist. Enda er þar um þann vanda að ræða, sem mannlegum mætti er oftast um megn að leysa til fulls. Það er sá vandi, sem sprottinn er af því hvorutveggja, hve menn- irnir eru ólíkir og ófullkomnir. Höfundur þessarar bókar fer sínar eigin leiðir. Og þó að honum hafi tekizt vel í henni, má þess vænta, að list hans geti náð meiri fullkomnun; bókin er vel til þess fallin að vekja slíkt traust. S. H.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.