Menntamál - 01.12.1941, Side 82

Menntamál - 01.12.1941, Side 82
176 MENNTAMÁL Oindf um kjarabætui* kennara (Sent Alþingi) Eins og nú standa sakir munu barnakennarar vera einna verst laun- aðir af starfsmönnum ríkis og bæja, jafnvel þótt ekkert tillit sé tek- ið til hins langa náms, sem nú er krafizt til þess að öðlast kenn- araréttindi. En til þess þarf nú þriggja vetra nám í kennaraskólanum og auk þess allt að tveggja vetra nám undir skólann. Til sönnunar þessu má benda á nokkur atriði: a) Grunnlaunin eru mjög lág. b) Starfstíminn er aðeins hluti úr ári. c) Kennarar hafa ekki ýms fríðindi, sem flestallir hafa nú, s. s. sumarleyfi með launum og fulla aldursuppbót á skömmum tíma. d) Þeir bera einir baggann af tryggingum sínum. Til rökstuðnings því, sem þegar er tekið fram, þykir rétt að gera lítilsháttar samanburð á launum kennara og nokkurra annarra sarfs- manna hins opinbera, og verða fyrst tekin nokkur dæmi frá stofnun- um ríkisins. Póstafgreiðslumenn ..................... kr. 5886,00—6740,00 Skrifarar (stúlkur) hjá Landssímanum .. — 5000,00—5700,00 Bréfberar ................................ — 4100,00 Birgðaverðir og birgðabókarar ............ — 5400,00—5800,00 Bókarar og sölumenn ...................... — 5000,00 Aðstoðarverkstjóri hjá Nýborg ............ — 4800,00 Aftapparar hjá Nýborg .................... — 4080,00 En byrjunarlaun kennara aðeins ................ — 2802,50 Þá eru hér nokkur dæmi úr launasamþykkt Reykjavíkurbæjar. Forstöðumenn bæjarbókasafns og ráðningarstofu ........ kr. 6120,00 Sundkennarar, aðstoðarmenn á skrifstofu, 2. fl.......... — 5400,00 Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, húsverðir við Sundhöll og barnaskóla, baðhússvörður o. fl................... — 5040,00 Umsjónarmaður með salernishreinsun, sótarar, kyndarar, mælaálesarar o. fl................................... — 4680,00 Þetta eru laun eftir 6 starfsár, en barnakennarar fá eft- ir 15 ár ............................................... — 3712,50

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.