Menntamál - 01.12.1941, Síða 86

Menntamál - 01.12.1941, Síða 86
180 MÉNNTAMÁL bóka og talið hana stórt skref í rétta átt. Mun hið sama álit gilda hjá meginþorra kennarastéttarinnar. En þess er ekki að dyljast, að margir annmarkar eru enn á útgáfunni og hvergi nærri fyllir hún þær kröfur, sem sanngjarnt er að gera til hennar. Skulu hér aðeins nefnd tvö atriði, sem nauðsynlegt er að taka til athugunar. Það er efnisval og efnismeðferð í bókunum, að hinu leytinu rekstur útgáf- unnar. — Um fyrra atriðið skal það sagt nú, að ritstj. hafa borist til eyrna margar óánægjuraddir um hinar ýmsu bækur, almennast mun kvartað út af biblíusögunum, en auk þess heilsufræði, málfræði, reikningsbókum o. fl. Nú hefur ritstj. sagt við nokkra af kennurum, sem við hann hafa rætt: Skrifið stutta rökstudda dóma um bæk- urnar, látið athugasemdir ykkar koma fram í Menntamálum. Þá verður það að teljast mjög bagalegt, að útgáfubækurnar skuli hafa verið af skornum skammti síðustu misserin. Hafa sumir kenn- arar orðið að breyta áætlun sinni í kennslunni sökum skorts á ein- stökum bókum. Útgáfukostnaður hefur að vísu aukizt gífurlega og ríkisútgáfan á yfir takmörkuðu fé að ráða, en þetta má þó ekki hefta nauðsynlega útgáfu nýrra bóka og endurprentanir annarra. Kennarar verða að stuðla að því, með skynsmlegum ráðum og rök- um, að útgáfa skólabókanna samsvari fyllztu þörfum. Það getur ekki talist vansalaust, að ríkisútgáfa skólabóka dragi saman seglin á þessum veltiárum, þegar bókaútgáfa á íslandi hefur farið fram úr öllum eldri metum. Með einhverjum ráðum verður að efla gengi þessarar gagnlegu útgáfu. Starf hennar stendur til bóta, ef vel er á haldið. Frá Kennaraskólanum. Breyting á kennaraliði skólans hefur orðið sú, að Ármann Hall- dórsson hefur látið af störfum. Var hann settur skólastjóri Miðbæjar- skólans. í stað hans hefur dr. Broddi Jóhannesson verið settur. — Marteinn Guðmundsson hætti kennslu sem teiknikennari, en í hans stað kennir Kurt Zier teikningu í vetur. K. Z. er einnig kennari Handíðaskólans. — Helgi Tryggvason kennir í stað Steingríms Ara- sonar, sem dvelur í Ameríku. í I. bekk settust 21 nemendur, í II. bekk 27 og í III. 32, þar af einn stúdent. Hallgrímur Jónsson heiðraður. Hallgrímur Jónsson hefur starfað við Miðbæjarskóla Reykjavíkur um 36 ára skeið, fyrst sem kennari, þá yfirkennari og loks skóla- stjóri frá 1936. Nokkru eftir að Hallgrímur lét af störfum sem skóla- stjóri í haust, færði starfsfólk og kennarar Miðbæjarskólans hon-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.