Menntamál - 01.12.1941, Page 87

Menntamál - 01.12.1941, Page 87
MENNTAMÁL 181 um gullúr áletrað, ásamt gullkeðju, forkunnar fagra gjöf til minn- ingar um langt og heilladrjúgt starf. Sigmundur Sveinsson, sem verið hefur umsjónarmaður Miðbæjarskólans í Bvík. um langt skeið, lét af störfum í haust fyrir aldurs sakir. Stöðuna fékk Guðjón Jónsson bryti. Söngmálastjóri, hinn fyrsti, hefur Sigurður Birkis verið 'skipaður. Þetta hejti Menntamála kemur síðar en til var ætlazt. Handrit í heftið voru komin í prentsmiðjuna 15. nóv. og 1. des. Sökum jólaanna í prent- smiðjunni var ekkert sett í heftið fyrir nýár. Þá skall á vinnustöðvun í prentsmiðjunum, sem stóð fram undir miðjan febrúar. Annað hefti er í undirbúningi og kemur væntanlega út í maí. Þessi árgangur er 12 arkir, eins og til var ætlazt. Hefur nú verið gert efnisyfirlit yfir 3 síðustu árganga og fylgir það þessu hefti. Námsstjórarnir. Svo sem getið er í erindi fræðslumálastjórans, sem birt er í þessu hefti, urðu þessir skólamenn fyrir námsstjóravalinu: Aðalsteinn Eiríksson í Reykjanesi, Bjarni M. Jónsson í Hafnarfirði, Snorri Sig- fússon á Akureyri og Stefán Jónsson í Stykkishólmi. Að svo komnu geta Menntamál ekki sagt fréttir af starfi námsstjóranna. Þeir munu allir vera nú á ferðalagi um eftirlitssvæði sín. Væntanlega verður hægt að birta fregnir frá þeim í næsta hefti. Skólarnir í Reykjavík hófust í seinna lagi á þessu skólaári, — eða 15. október. Boðberinn heitir foreldrablað, sem Akureyrarkennarar gefa út. Menntamál- um hefur borizt 1. tbl. 10. árg. er út kom fyrir jólin. Kennarar ræða þar vandamál skóla og heimila, auk þess flytur blaðið fróðleiksmola, er snerta starfið. Heftið er í stóru broti, prentað, 12 síður, auk kápu. Það má kallast myndarbragur töluverður af Akureyrarkennurum að halda úti svo góðu skólamálgagni.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.