Menntamál - 01.10.1949, Page 4

Menntamál - 01.10.1949, Page 4
62 MENNTAMÁL háskólastigið Bachelor of Science. 1940 tókst hann enn ferð á hendur til Vesturálfu, stundaði þar nám, rannsóknir og ritstörf og vann jafnframt um skeið á vegum Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. 1946 hvarf hann heim aftur, en hefur þó dvalizt eitt ár í Bandaríkjunum eftir það. Hér hefur náms- og starfsferill Steingríms verið stutt- lega rakinn, en ýmislegt er þó ótalið svo sem félagsstörf hans og ritstörf. Hann var einn fremsti frumherji Barna- vinafélagsins ,,Sumargjafar“ og formaður þess frá stofn- un 1924 til ársins 1940. Þá má nefna þátttöku hans í al- þjóðafélagsskap kennara. Er mér kunnugt um, að hann er mjög mikils metinn í þeim samtökum. Ritstörf hans eru geysilega viðamikil. Má þar nefna: Handbók í lestrar- kennslu með lesbók fyrir byrjendur; Landafræði fyrir börn og unglinga; Leiðarvísi við skriftarkennslu; Móðurmálið, leiðsögn í lestri; Sextíu leiki, vísur og dansa fyrir heimili, skóla og leikvöll; Stjórnarbyltingu á skólasviðinu; Helgu í öskustónni og önnur leikrit; Reikningsbók handa alþýðu- skólum; Samlestrarbók o. fl. o. fl. Á síðustu árum hafa komið út eftir hann Mannbætur (um þær birtist ritd. í Menntamálum fyrir skemmstu), Landnám í nýjum heimi og allra síðast, en ekki sízt kom ljóðabók eftir hann s. 1. vetur. Þess var áður getið, að áhrif Steingríms á skóla- og uppeldismál landsins væru mikil og margvísleg. Það er að vísu harla erfitt að rekja sporin í þeim efnum. Sum eru þau þó fullglögg. Kennslubækur hans ruddu sér fljótt til rúms, einkum í lestri, sama máli gegnir um kennsluað- ferðir hans, og prófunaraðferðir gjörbreyttust við tilkomu hans. Þá hafði hann geysileg áhrif á viðhorf manna gagn- vart börnum og kennslustarfinu. Allt var þetta sprottið af hinni nýju þekkingu, sem hann flutti með sér heim eftir hina miklu námsástundun við uppsprettulindir upp- eldisfræðilegra mennta, svo sem Columbia-háskólann. En dýpstu og beztu áhrif Steingríms hygg ég vera þau, sem

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.