Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 4
62 MENNTAMÁL háskólastigið Bachelor of Science. 1940 tókst hann enn ferð á hendur til Vesturálfu, stundaði þar nám, rannsóknir og ritstörf og vann jafnframt um skeið á vegum Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. 1946 hvarf hann heim aftur, en hefur þó dvalizt eitt ár í Bandaríkjunum eftir það. Hér hefur náms- og starfsferill Steingríms verið stutt- lega rakinn, en ýmislegt er þó ótalið svo sem félagsstörf hans og ritstörf. Hann var einn fremsti frumherji Barna- vinafélagsins ,,Sumargjafar“ og formaður þess frá stofn- un 1924 til ársins 1940. Þá má nefna þátttöku hans í al- þjóðafélagsskap kennara. Er mér kunnugt um, að hann er mjög mikils metinn í þeim samtökum. Ritstörf hans eru geysilega viðamikil. Má þar nefna: Handbók í lestrar- kennslu með lesbók fyrir byrjendur; Landafræði fyrir börn og unglinga; Leiðarvísi við skriftarkennslu; Móðurmálið, leiðsögn í lestri; Sextíu leiki, vísur og dansa fyrir heimili, skóla og leikvöll; Stjórnarbyltingu á skólasviðinu; Helgu í öskustónni og önnur leikrit; Reikningsbók handa alþýðu- skólum; Samlestrarbók o. fl. o. fl. Á síðustu árum hafa komið út eftir hann Mannbætur (um þær birtist ritd. í Menntamálum fyrir skemmstu), Landnám í nýjum heimi og allra síðast, en ekki sízt kom ljóðabók eftir hann s. 1. vetur. Þess var áður getið, að áhrif Steingríms á skóla- og uppeldismál landsins væru mikil og margvísleg. Það er að vísu harla erfitt að rekja sporin í þeim efnum. Sum eru þau þó fullglögg. Kennslubækur hans ruddu sér fljótt til rúms, einkum í lestri, sama máli gegnir um kennsluað- ferðir hans, og prófunaraðferðir gjörbreyttust við tilkomu hans. Þá hafði hann geysileg áhrif á viðhorf manna gagn- vart börnum og kennslustarfinu. Allt var þetta sprottið af hinni nýju þekkingu, sem hann flutti með sér heim eftir hina miklu námsástundun við uppsprettulindir upp- eldisfræðilegra mennta, svo sem Columbia-háskólann. En dýpstu og beztu áhrif Steingríms hygg ég vera þau, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.