Menntamál - 01.10.1949, Síða 27
MENNTAMÁL
85
að gæta þess að fara nógu hægt yfir og hafa undirbúið þau
með því að fjalla um áþreifanlega hluti. (Það gegnir öðru
máli, að langæskilegast væri, að sá undirbúningur hefði
hafizt, löngu áður en börnin komu í skóla.)
Þegar valdir eru hlutir til að verzla með, vega, mæla o.
s. frv. verður einnig að gæta þess, af hverju börnin hafa
daglega kynni og ekki flaska á því að nota úrelt orð og hug-
tök, sem orka á þau eins og kringilyrði.
Um lestrarkennsluna á hið sama við. Áður en börnin
hefja reglulegt lestrarnám, verða þau að hafa fengizt við
að móta, lita, skoða myndir og yfirleitt kynnast lögun og
gerð fjölmargra hluta. Og nauðsynlegt er að hafa alls
konar hjálpargögn tiltækileg, ef það kemur í ljós, að eitt
barnanna eða fleiri eiga við einhverja sérstaka lestrar-
örðugleika að stríða. Á síðari tímum hafa vreið gerð úr
garði fjölmörg hjálpartæki handa börnum, sem erfitt eiga
um lestrarnám. Treggáfuðu börnin eru einmitt einn flokk-
ur slíkra barna. Sérskólakennarinn getur auðvitað ekki
kynnt sér alla hluti, en hann þarf að vita, að til eru hjálpar-
tæki, sem miðuð eru við hverja einstaka tegund lestrar-
veilu. Hann verður að læra að færa sér í nyt þau gögn, sem
til eru í deildinni.
Lestrarefni handa sérskólabörnum er, að minnsta kosti
að því er Danmörku varðar, mjög viðkvæmt mál. Okkur
skortir sárlega lestrarefni við hæfi sérskólabarna, þótt
margar bækur, sem gefnar hafa verið út til frjálsrar æf-
ingar í lestri handa 1. og 2. bekk almenna skólans, komi
okkur að nokkuru gagni. Það, sem við þörfnumst, eru bæk-
ur, þar sem efnið er sótt í hið daglega líf, bækur, sem geta
gefið börnunum hugmynd um þann heim, sem þau lifa og
hrærast í. Einnig er hægt að hafa gagn af fögrum bók-
menntum, ef þær eru ritaðar á léttu, venjulegu máli og
örvandi og skemmtilegar.
Ýmislegt er það, sem börnin verða að læra að lesa, þótt
það teljist eigi til bókmennta, svo sem viðvörunarmerki,