Menntamál - 01.10.1949, Side 34
92
MENNTAMÁL
Sænsk skólamál.
Síðari grein.
í 4. hefti 1948 Menntamála birtist greinarkorn með þessu
nafni. Var þar heitið framhaldi. Af óviðráðanlegum ástæð-
um hefur orðið dráttur á því, að þetta framhald kæmi.
Fyrri greinin fjallaði aðallega um almenn atriði í hinum
nýju skólamálatillögum Svía. 1 þessari grein verður reynt
að gera tillögunum varðandi skólaskipanina nokkur skil.
Eins og á var drepið í fyrri greininni, leggur sænska
skólanefndin til, að skólaskyldan verði 9 ár í stað 7 ára og
skylduskólinn því 9 vetra skóli. Þessum skóla skal skipt
í 3 stig, þrenna þriggja ára skóla: 1) yngri deild barna-
skólans (smáskolan), 2) eldri deild barnaskólans (mellan-
skolan), og 3) gagnfræðaskóla (realskolan).
Yngri deild barnaskólans (1.—3. bekkur) var áður
tveggja ára skóli. Er talið, að reynslan hafi leitt í ljós, að
hennar hlutverki hafi verið ætlaður of skammur tími. Fyr-
irhugað er, að börnin byrji í þessari deild á því ári, sem þau
verða 7 ára. Þó er einnig gert ráð fyrir því, að bráðþroska
börn geti byrjað árinu fyrr og seinþroska börn árinu síð-
ar. Er svo til ætlazt, að skólaþroskapróf verði látin skera úr
um það, hvort barnið hafi náð þeim þroska, sem nauðsyn-
legur er talinn til þess að stunda skólanám. Kennarar, sem
kenna eiga á þessu stigi, skulu hljóta sérmenntun til þess.
Námsgreinarnar eiga að vera: sænska, skrift, reikningur,
kristin fræði, átthagafræði, músik og leikfimi. Þó er lögð
á það megináherzla að tengja þessar greinar sem mest sam-
an.
Ef fyrirkomulag þessarar yngri deildar er borið saman
við sama skólastig, eins og því er ætlað að verða eftir okk-