Menntamál - 01.10.1949, Síða 44

Menntamál - 01.10.1949, Síða 44
102 MENNTAMÁL Þingvöllum í það skipti. Samt urðu þeir heillaðir af feg- urð staðarins. Fimmtudaginn 7. júlí var lagt af stað til Norðurlands í stórum bíl. Voru 25 manns í förinni — allt kennarar. Arngrímur Kristjánsson skólastjóri var fararstjóri. Fyrstu nóttina var gist á Hólum. Kristján Karlsson skóla- stjóri annaðist móttökur þar af mikilli prýði. Næsta dag var haldið til Akureyrar og gist þar 2 nætur. Á laugardag- inn var farið norður í Mývatnssveit. Bættust þá nokkrir norðlen/kir kennarar í hópinn. Gestunum var sýnt allt hið markverðasta á þessari leið. Þótti þeim Mývatnssveitin fögur og sérkennileg. Þó voru þeir til í hópnum, sem fannst meira til um Hóla í Hjaltadal. Á sunnudaginn var svo haldið heimleiðis og komið við í Reykholti, því að ekki máttu Norðmenn koma svo til ís- lands að heimsækja ekki Snorra. — Þannig var þessari ferð lokið á 4 dögum. Ferðin var hin ánægjulegasta. Sól- skin var þá alltaf fyrir norðan, en dumbungsveður og rign- ing í Reykjavík. Svo birti upp á mánudaginn. Mátti því segja að sólskinið elti gestina. Hvarvetna komu kennarar til móts við ferðamenn, þar sem því varð komið við. 12. júlí bauð fræðslumálastjóri gestunum til hádegis- verðar í Valhöll að Þingvöllum. Fóru þeir austur í bílum fræðslumálastjóra og þeirra skólastjóranna Jóns Sigurðs- sonar og Arngríms Kristjánssonar. Að lokinni máltíð var gengið um staðinn og gestum sýndir markverðustu sögu- staðirnir. Veðrið var heiðskírt og fagurt þennan dag, svo að gestirnir sáu hinn fornfræga sögustað vorn í fegursta ljósi, sem unnt er að sumarlagi. Þegar gengið var um stað- inn kom í ljós, að margir gestanna kunnu nokkur skil á sögu Þingvalla. Höfðu einnig lært norrænu í skóla og les- ið ýmsar íslendingasögurnar, sem allar eru til á norsku. Aðeins einn þeirra — fararstjórinn — hafði komið til Þingvalla áður. Voru þeir mjög hrifnir af staðnum og

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.