Menntamál - 01.10.1949, Side 59

Menntamál - 01.10.1949, Side 59
MENNTAMÁL 117 Guðmnndur skólastjóri naut trausts og vinsælda þeirra, sem hann starfaði fyrir og starfaði með, enda var hann drengilegur maður og prúður í framgöngu. Hann gerði sér glögga grein fyrir þeim vanda, sem fólginn er í því starfi, er hann kaus sér að ævistarfi. Er mér það í minni, þegar milliþinganefnd í skólamálum leitaði svara kenn- ara, skólastjóra og skólanefnda við ýmsum spurningum varðandi skólamál, að þá þóttu mér svör Guðmundar meðal hinna athyglisverðustu, sem nefndinni bárust. Eftir að Guðmundur flutti í Kópavog, lét hann mjög að sér kveða í málefnum hreppsins. Þar var mikið verkefni fyrir höndum, þar eð svo má að orði kveða, að landnám væri að hefjast í þessu byggðarlagi og hreppsbúar fóru varhluta af mörgum lífsþægindum, sem óhjákvæmileg telj- ast nú á dögum. Lagði Guðmundur óspart fram krafta sína við að leysa þann vanda. Var hann þó þegar tekinn að kenna þess heilsubrests, sem dró hann til dauða. Farast Finnboga R. Valdimarssyni oddvita Kópavogs- hrepps m. a. svo orð um Guðmund í minningargrein í Tímanum 13. júlí s. 1.: „Guðmundur Eggertsson var frábær maður á margan hátt. Hann var prúðmenni svo mikið, að það liggur við, að það ágæta orð nái ekki að lýsa prúðmennsku hans. Hann var ekki aðeins prúður í allri framgöngu og fasi, snyrti- menni í öllum háttum, kurteis og vel siðaður, heldur var hann svo Ijúfur og lipur í allri umgengni og viðskiptum, að hann hlaut að laðast að hverjum manni. Hann var góð- menni og ljúfmenni svo mikið, að það gat villt mönnum sýn. Menn gátu haldið, að þar færi maður, sem væri um of hæglátur, hefði ekki afl til að snúast við yfirgangi og fara með húsbóndavald. En það var misskilningur. Hann var að vísu viðkvæmur í lund og mátti ekkert aumt sjá, til- finningamaður og þó dulur, svo að ef til vill hefur hvort- tveggja verið um of, en hann var skapmaður svo mikill og fastur fyrir, að enginn þurfti að ætla sér, ungur né gamall,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.