Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 59

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 59
MENNTAMÁL 117 Guðmnndur skólastjóri naut trausts og vinsælda þeirra, sem hann starfaði fyrir og starfaði með, enda var hann drengilegur maður og prúður í framgöngu. Hann gerði sér glögga grein fyrir þeim vanda, sem fólginn er í því starfi, er hann kaus sér að ævistarfi. Er mér það í minni, þegar milliþinganefnd í skólamálum leitaði svara kenn- ara, skólastjóra og skólanefnda við ýmsum spurningum varðandi skólamál, að þá þóttu mér svör Guðmundar meðal hinna athyglisverðustu, sem nefndinni bárust. Eftir að Guðmundur flutti í Kópavog, lét hann mjög að sér kveða í málefnum hreppsins. Þar var mikið verkefni fyrir höndum, þar eð svo má að orði kveða, að landnám væri að hefjast í þessu byggðarlagi og hreppsbúar fóru varhluta af mörgum lífsþægindum, sem óhjákvæmileg telj- ast nú á dögum. Lagði Guðmundur óspart fram krafta sína við að leysa þann vanda. Var hann þó þegar tekinn að kenna þess heilsubrests, sem dró hann til dauða. Farast Finnboga R. Valdimarssyni oddvita Kópavogs- hrepps m. a. svo orð um Guðmund í minningargrein í Tímanum 13. júlí s. 1.: „Guðmundur Eggertsson var frábær maður á margan hátt. Hann var prúðmenni svo mikið, að það liggur við, að það ágæta orð nái ekki að lýsa prúðmennsku hans. Hann var ekki aðeins prúður í allri framgöngu og fasi, snyrti- menni í öllum háttum, kurteis og vel siðaður, heldur var hann svo Ijúfur og lipur í allri umgengni og viðskiptum, að hann hlaut að laðast að hverjum manni. Hann var góð- menni og ljúfmenni svo mikið, að það gat villt mönnum sýn. Menn gátu haldið, að þar færi maður, sem væri um of hæglátur, hefði ekki afl til að snúast við yfirgangi og fara með húsbóndavald. En það var misskilningur. Hann var að vísu viðkvæmur í lund og mátti ekkert aumt sjá, til- finningamaður og þó dulur, svo að ef til vill hefur hvort- tveggja verið um of, en hann var skapmaður svo mikill og fastur fyrir, að enginn þurfti að ætla sér, ungur né gamall,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.