Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 16
8 MENNTAMÁL sem gnæfir meira en 1500 m yfir sjávarflöt. Það er spilda af Eyjafjallajökli. í norðri og norðaustri liggur Skóga- heiðin, sem hækkar stall af stalli og brún af brún upp að Mýrdalsjökli. Hún er ágætlega fallin til skíðaferða á vetr- um og fjallgöngu að sumarlagi. Fjallamenn hafa byggt sér kofa á Fimmvörðuhálsi, eiðinu, sem tengir Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla. Því miður er sá kofi of fjarlægur (þangað er ca. 5 klst. gangur) til þess að hægt sé að nota hann sem skíðaskála fyrir skólann. En í ráði er að reisa skólasel uppi í heiði, sem samtímis gæti verið skíðaskáli. Sennilega er hægt að komast á milli jöklanna niður í Þórsmörk, þótt tæpast sé sú leið greiðfær. 1 7—8 km fjarlægð fyrir austan skólann spinnur Jökulsá á Sólheimasandi (Fúlilækur) sitt jakatogaband. Hún fossar þar fram undan skriðjöklin- um kolmórauð og mannskæð. í austanandvara leggur stund- um af henni brennisteinsþef út Skógasand alla leið út undir Skógafoss. Niðri á sandinum er flugvöllur, sem hefur orð á sér fyrir að vera góður lendingarstaður fyrir litlar flug- vélar. Á sumrin er hann þó nokkuð notaður. Aukin ræktun bæði búsins vegna og umhverfisins er skólanum lífsnauðsynleg. Ætlunin er að halda þeim sið, sem þegar hófst á fyrsta starfsári skólans, að nemendur og kennarar vinni að fegrun skólaumhverfisins 2—3 daga frá því vorprófi er lokið og þar til skóla er slitið. Vorið 1950 gróðursettu nemendur undir leiðsögn kennara 1700 trjáplöntur í dálítinn reit í hlíðinni fyrir ofan skólann. Landsvæði var girt, og stungin voru niður börð í nágrenn- inu til þess að hefta uppblástur og fok. Einnig var gerð dálítil ræktunartilraun á Skógasandi. Allt er þetta á byrj- unarstigi, en víst væri það þýðingarmikið, ef hægt væri að nytja sandinn, breyta honum í gróðurland. Fullyrt er, að umhverfi og aðbúð hafi mikil áhrif á manninn. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja, að þetta öðru fremur móti ungu kynslóðina og skapi viðhorf henn- ar til lífsins. Það má vel vera, að svo sé. Og það er satt, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.