Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 18

Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 18
10 MENNTAMÁL stúlkna og matreiðslu. Hún er auk þess ráðskona skólans. Fimm starfsstúlkur hefur hún sér til aðstoðar við mötu- neytið. Ein þeirra sér um ræstingu skólans, ræstir alla almenninga, en nemendur sjá um sín herbergi. Hún að- stoðar og nemendur við þvott fatnaðar síns. Nemendur skiptast á um að hjálpa til í borðstofu og eldhúsi, þrír og þrír saman. Vélamaður gætir ljósavéla og miðstöðvar og sér um viðgerðir. Einn smiður er hér starfandi. Og bú- stjóri veitir búinu forstöðu. Skólareglur eru aðeins þrjár: 1) Góð umgengni, 2) prúð- mannleg framkoma og B) algert vín- og tóbaksbindindi innan veggja skólans. Heimilisreglur eru fleiri. T. d. gildir sú regla, að piltum er alls ekki leyft að koma í herbergi stúlkna og stúlkum ekki í piltaherbergi. Það er enginn samgangur á milli íbúðarherbergja pilta og stúlkna. Starf skólans er í öllum meginatriðum svipað í ár og það var á fyrsta starfsári, þótt nú sé það fjölþættara. Til þess að gefa nokkra hugmynd um, hvað hér gerist, skal hér stuttlega skýrt frá, hvernig starfsskrá venjulegra virkra daga er útlits. Klukka 7,30: Nemendur vaktir. — Hringt er gamalli kirkjuklukku, sem komið er fyrir í anddyri skólans. Klukk- an hefur geymzt hér, síðan Skógakirkja var lögð niður (1890) og er eflaust mjög gömul. Nú hefur hún fengið nýtt hlutverk sem skólabjalla. — Nemendur eiga að búa um og taka til í herbergjum, opna glugga o. fl. áður en hringt er öðru sinni. Klukkan 7,50—7,55: HugveJcja, — Nemendur koma sam- an á stóra ganginum fyrir framan kennslustofurnar. Þar er staldrað örlítið við, áður en kennsla hefst, og einn kenn- aranna hefur eitthvað yfir, annað hvort í bundnu eða óbundnu máli, eitthvað göfgandi og mannbætandi. Oftast eru lesin Ijóð. Klukkan 7,55—8,40: Kennslustund. Klukkan 8,40—9,00: Morgunverður.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.