Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 22
14
MENNTAMÁL
að orði: „Við þurfum að ala upp nýja kynslóð með heitari
trú, hreinna siðgæði, meiri kærleika, námfúsari á allan
sannan fróðleik og menntun, með meiri virðingu fyrir því,
sem fagurt er, gott og háleitt, með meiri mannkostum,
dugnaði og drengskap. Þetta er hið fyrsta og æðsta boðorð
hvers skóla. Ef við rækjum það, þá mun oss allt annað veit-
ast. Þetta er hin sanna undirstaða allrar velferðar bæði í
andlegum og líkamlegum efnum.“
Enn þann dag í dag eru þetta orð í tíma töluð. Og þetta
munu reynast sígild orð. Menntunarþorsti einstaklings og
menning þjóðarinnar eru knúin fram af þrá, sem ýmsar
ytri aðstæður geta örvað eða sljógvað. Eitt af merkustu
hlutverkum skólanna er að örva og glæða þessa þrá. Skyld-
ur skólans eru fleiri, og ég leyfi mér að segja, markverðari,
en að uppfylla bókstaf fræðslulaganna. Engu síður er það
skylda að sporna við hinum forna hugsunarhætti, sem alla
tíð hefur verið dragbítur á andlega menningarviðleitni:
að lítilsvirða bókvitið, sem „ekki verður í askana látið“,
að þjóna og hampa sjónarmiði nytseminnar, þess sem arð-
bært er, á kostnað hins. Sá hugsunarháttur er algengur,
að sá skóli, sem skilar mestum sýnilegum árangri, háum
prófeinkunnum, áferðarfallegri handavinnu, smíðisgripum
og hannyrðum, að sá skóli ræki skyldur sínar bezt og sé
mestrar virðingar verður. Ég vil alls ekki gera lítið úr
þessum atriðum. Ég tel þetta mjög verðmætt og sjálfsagt
að uppfylla þessar kröfur tímans og láta það, sem hagnýtt
er og nytsamt bæði í orði og verki, skipa virðulegan sess.
En þetta er ekki nóg. Lífið er margþætt, og sá skóli, sem
vill búa ungt fólk undir lífið, verður að vera lífrænn. Þar
með á ég við, að hann þarf að vera í tengslum við sjálft
lífið, ekki aðeins þær hliðar lífsins, sem lúta að matarum-
hugsun, heldur og engu síður hinu andlega, ósýnilega, sem
lýtur að því, sem við skiljum við fegurðartilfinningu, sóma-
tilfinningu og sannleiksást. Skólinn þarf að geta ausið af
sem flestum lindum og haft upp á margt að bjóða. Sá skóli,