Menntamál - 01.03.1951, Síða 23

Menntamál - 01.03.1951, Síða 23
MENNTAMÁL 15 sem aðeins þjónar því, sem arðbært er og setur sér ekkert háleitara takmark, er harla jarðbundin stofnun. Hann er alls ekki líklegur til þess að leggja neitt verðmætt af mörk- um í hinni andlegu menningarbaráttu þjóðarinnar. Hérlendis hefur margt breytzt á síðustu áratugum. Loksins eftir langa mæðu hefur fólki tekizt að gera dugnað sinn arðbæran. Afkoma einstaklingsins er miklu betri nú en hún var fyrir 60 árum, að minnsta kosti efnaleg afkoma. En það er ekki gefið, að allt sé fengið með því. Sá aldar- andi, sem fetar í fótspor þessarar velmegunar er andlegt afl, sem verkar sérstaklega á hugsanaferil þeirra, sem eru í uppvexti. Sé sá aldarandi hollur, verða áhrifin ugglaust heilsusamleg, en að öðrum kosti sljóvgar hann og veikir andlegan þroska þjóðarinnar í bráð og jafnvel í lengd. Eitt af göfugustu hlutverkum skólanna er einmitt að standa vörð um andleg verðmæti og örva viðleitni nem- enda sinna til þess að setja sér háleitt markmið og þroska með sér þær fornu dyggðir, er nú sem fyrr ganga undir nafninu mannkostir: allt það, sem göfgar og fegrar og gerir manninn að betri manni, gerir mannkynið hamingju- samara. — Það er meginatriði. Það er ósk mín og okkar, sem við þennan skóla störfum, að þetta megi verða markmið þessa nýstofnaða skóla.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.