Menntamál - 01.03.1951, Page 24

Menntamál - 01.03.1951, Page 24
16 MENNTAMÁL DR. BRODDI JÓHANNESSON: Frá nemöndum og kennurum. 1. ÓvilcL. Á undanförnum árum hafa nemendur í Kennaraskólan- um fengizt við ýmis sálfræðileg og uppeldisfræðileg rann- sóknarefni. Hefur starf þetta fyrst og fremst miðað að því að auka skilning á þeim við- fangsefnum, sem um er fjall- að í kennslustundum og kennslubókum. Hafa nemend- ur gert margt vel í þessum efnum, og er það þakkarvert, því fremur sem starfsskilyrði þeirra eru mjög erfið, svo að af verða hroðalegar verktafir. Bitnar það hvað harðast á sjálfstæðu starfi nemanda. Veturinn 1947—1948 gerði Guðmundur Bjarni Ólafsson frá Bíldudal athuganir á óvild. Hann var þá nemandi í 4. bekk Kennaraskólans. Óvild nemanda í garð kennara kom nokkuð við sögu í athug- unum þessum. Á líðandi vetri hefur Svanlaug Ermenreksdóttir athugað nokkuð, hvað nemöndum hefur þótt mest um vert í fari kennara sinna. Þá hafa kennararnir Guðjón Jónsson og Dr. Broddi Jóhannesson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.