Menntamál - 01.03.1951, Side 25

Menntamál - 01.03.1951, Side 25
MENNTAMÁL 17 Stefán Ólafur Jónsson framkvæmt umfangsmikla athugun á viðhorfum starfandi kennara, m. a. hvað þeir telja mest um vert í eðli og háttum kennara. Þegar athuganir þessar koma allar saman, munu þær segja kost og löst á kennurum, svo sem slíkt horfir við frá bæjardyrum beggja, kennara og nemanda. í þessu hefti Menntamála birtist sá hluti úr ritgerð Guð- mundar Bjarna, er fjallar um óvild nemanda í garð kenn- ara. Síðar verða birtir kaflar úr hinum ritgerðunum. Reiðin er kjarni óvildarinnar. Reiðin er eðlislæg geðs- hræring og kemur þá fram, er einhverjar hömlur torvelda einstaklingnum að fullnægja öðrum eðlishvötum. Tilefni reiði eru því í upphafi sérhæfð og hlutfallslega fá og ákvarðast af öðrum eðlishvötum. Með vaxandi reynslu æxlast fjölmargar hugðir af eðlis- hvötunum. Geta því tilefni reiðinnar, sem annarra eðlis- lægra geðshræringa, orðið margvísleg að sama skapi. Löngun og atferli reiðs einstaklings stefnir að því að eyða eða tortíma viðnámi því, er veldur reiðinni. Ef það tekst ekki, má svo fara, að varanleg óvild skapist gagn- vart því. Guðmundur Bjarni Ólafsson tók sér fyrir hendur að gera niðurstöður þessar ljósari með því að leita svars við eftir- farandi spurningum: a) Hvað veldur tíðast reiði manna? b) Að hverju beinist reiðin? c) Hvað vill reiður maður? Aðferð hans var sú, að hann bað nemendur í Kennara- skólanum, Húsmæðrakennaraskóla íslands og kennaradeild Handíðaskólans að skrifa réttorða lýsingu á einstaklings- legum kynnum af reiði, óvild og öðrum skyldum geðshrær- ingum og hugðum. Við tilmælum þessum urðu 65 einstakl- ingar, karlar og konur, flestir á þrítugsaldri, nokkrir yngri, fáir eldri.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.