Menntamál - 01.03.1951, Side 26

Menntamál - 01.03.1951, Side 26
18 MENNTAMÁL Á aðferð þessari eru, svo sem alkunnugt er, ýmsir ann- markar. Þó er athugandi, að allt þetta fólk hafði nokkra þjálfun í að líta á sálfræðileg viðfangsefni og skoða í eigin barm, skal slíkt þó ekki ofmetið. Mjög margt er dregið undan af ásettu ráði í slíkum skriftamálum, en reynsla mín er sú, að vísvitandi ranghermi um þau efni, er máli skipta, séu fremur fágæt. Af því leiðir þó ekki, að allt, sem frá er greint, sé hlutlæg sannindi, heldur hitt, að það komi fram, er menn hafa fyrir satt. Guðmundur Bjarni komst að eftirfarandi niðurstöðum: a) Tíðasta tilefni reiði er einhvers konar minnkun, er einstaklingurinn bíður, hann er lítilsvirtur í orði eða at- höfn, gys er gert að honum og hann gerður hlægilegur eða sæmd hans skert á eina eða aðra lund. Af þessu er ein- sætt, að það ræðst mjög af uppeldi manna, hvað þeim verður að óvildarefni. í öðru lagi er talinn ýmiss konar mótgangur í kynferð- ismálum, og er þeirra atriða getið með mestum napurleik. í þriðja lagi er talin ósanngirni í garð einstaklingsins, án þess þó að minnkun komi til. í fjórða lagi er talin ósanngirni í garð annarra. f fimmta lagi eru talin tilefni, sem valdið hafa einstakl- ingnum auknum erfiðleikum, fyrirhöfn og sársauka. í sjötta lagi eru taldar athafnir, sem brjóta í bága við mannúðarhugsjónir einstaklingsins, þótt hann bíði ekkert tjón af þeim sjálfur. Eru óljós mörk milli þessa flokks og fjórða flokks, sem áður var talinn. Þá koma fram ýmis fleiri atriði, er ekki verður skipað í flokk. b) Reiðin eða óvildin beinist einkum að lifandi mönnum, og skýra níu af hverjum tíu frá henni, og er það hlutfalls- lega tíðast. Næst er talin óvild á dýrum, námsgreinum, dauðum hlut- um, sögupersónum, einstökum þjóðum, eiginleikum manna, þjóðfélagsstofnunum, þjóðmálastefnum og áfengi.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.