Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 32
24
MENNTAMÁL
Kennsla í eSlisfræði.
Þessi fróðlega grein er eftir Th. Christensen námsstjóra (inspektör) í
Esbjerg. Birtist hún fyrir tveim árum í hinu danska tímariti skólaeölis-
frœðinnar (Tidsskrift for skolefysik). Tel ég tvímælalaust, að hún eigi
engu siður erindi til íslenzkra kennara en danskra. Ég er hinum háttvirta
höfundi mjög þakklátur fyrii', að hann hefur góðfúslega leyft mér að
þýða þessa grein sína eða láta þýða og birta í tímaritinu Menntamál. Dr.
phil. Björn K. Þórólfsson skjalavörður hefur að tilmælum mínum þýtt
greinina. Kann ég honum beztu þakkir fyrir.
Lárus Bjarnason.
I.
Markmið kennslu í eðlisfræði er — eins og í fleiri
námsgreinum skólanna — tvíþætt, sem sé fræðsla og þrosk-
un á hæfileikum nemenda til að athuga og hugsa. Ef til
vill mega skoðanir skiptast um það, hvor þessara þátta sé
meira verður, en frá sjónarmiði þess, er uppeldisáhrifum
skal valda, hlýtur að teljast mest vert um þroskun hæfi-
leika til athugunar og hugsunar, og það því fremur sem
athugun á að vera grundvöllur fræðsluviðtöku í eðlisfræði.
Fáar af námsgreinum skólanna gefa svo góð færi á því
að æfa athugunargáfu nemenda sem einmitt eðlisfræði.
Með óbrotnum og einföldum tilraunum venjast nemendur
— leiddir af spurningum kennarans — á nákvæmar og
markvísar athuganir. Þessar athuganir verða ásamt
reynslu þeirri, er nemendur hafa fyrr fengið í daglegu
lífi, sannreyndur grundvöllur, og með nákvæmum lýsing-
um verður að gæta þess, að þeir missi hans ekki. Fræðilega
er unnið úr sannreyndunum á þann hátt, að nemendur
finna eiginleika hluta og fá þekkingu á náttúrulögmálum