Menntamál - 01.03.1951, Síða 45

Menntamál - 01.03.1951, Síða 45
MENNTAMÁL 37 75 ÁRA: Lárus Bjarnason FYRRV. SKÓLASTJÓRI. Fæddur er Lárus að Prestsbakka á Síðu 1. marz 1876, lauk prófi úr Möðru- vallaskóla 1902, kennara- prófi frá Flensborg 1904. 1909—1911 stundaði hann nám í Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn, enn fremur dvaldist hann í sömu borg veturinn 1925— 1926 og kynnti sér skóla- mál. Iiann var skólastjóri barnaskólans í Hafnarfirði 1911—1914, kennari við Flensborgarskóla 1914-’18, kennari við Gagnfræða- skólann (síðar Menntaskól- ann) á Akureyri 1918-’30, Lárus Bjamason. síðan kennari við Flens- borgarskólann eitt ár og skólastjóri þess skóla 1931—1941, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Síðan hefur hann ávallt stundað kennslu og gerir það enn. Kennslu- greinar hans hafa jafnan verið stærðfræði og eðlisfræði, en hann hefur einnig kennt dönsku allmikið.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.