Menntamál - 01.03.1951, Side 47

Menntamál - 01.03.1951, Side 47
MENNTAMÁL 39 SEXTUGUR: Jens Hermannsson KENNARl. Jens er fæddur 1. janúar 1891 í Flatey á BreiSafirði og varð því sextugur s. 1. nýársdag. Kennaraprófi lauk hann úr Kennaraskóla Islands vorið 1914. Það sama ár gekk hann kennslustarfinu á hönd og hefur haldið því áfram trú- lega alltaf síðan eða full 37 ár nú í vor. 1914—1919 kenndi hann í Grundar- firði, 1919—1945 á Bíldu- dal og 1945—1951 við Laugarnesskólann í Reykja vík. Hinn 11. des. 1917 giftist Jens Margrétu Guðmunds- dóttur frá Nýjubúð í Grundarfirði.Þau hafa eignazt 7 börn. Jens er hlédrægur og hægur maður í fasi, en bros á hann einkar aðlaðandi, eins og hann búi ávallt yfir einhverjum þeim unaði, sem aðrir ekki skynja. Enda er það svo. Hann yrkir, og þó að hann stundi kennsluna af vandvirkni og sívakandi alúð,mun skáldagyðjan jafnan standa honum nær og vera fús til samstarfs við hann. Jens gaf út ljóðabókina: Út við eyjar blár 1944 og Dr. Charcot 1946. ]ens Hermannsson. J. s.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.