Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 4
56
MENNTAMÁL
hlýtur að vera mun þyngri fjárhagsleg byrði á hvern
einstakling í litlu þjóðfélagi en stóru. Það er því engin
furða, að margir hlutir í menningarmálum vorum hér
á íslandi eru næsta frumstæðir og af vanefnum gerðir,
þegar borið er saman við hinar stóru nágrannaþjóðir
vorar í austri og vestri.
Hér verður ekki lagður neinn dómur á það, að hve miklu
leyti vér fslendingar fullnægjum þeim kröfum, sem gerð-
ar eru til menningarþjóðar, né heldur hitt, hvort vér verj-
um of litlu eða of miklu til menningarmála. Það, sem ég
ætla sérstaklega að taka hér til athugunar, er það, hvort
ekki muni vanta einn þýðingarmikinn þátt í menningu
vor íslendinga, menningarþátt, sem orðinn er mjög veiga-
mikill með öðrum þjóðum. Á ég þar við almenna þekkingu
í raunvísindum, þekkingu í fræðum náttúrunnar, eða
náttúrufræðum, eins og ég hef kosið að nefna þau.
Nauðsyn þekkingar í náttúrufræðum.
En hvers vegna er ástæða til að tala sérstaklega um
þekkingu í náttúrufræðum? Ástæðan er mjög mikilvæg.
Hún er sú, að á síðustu tímum hafa raunvísindin og tækn-
in, sem af þeim leiðir, gjörbreytt svo lifnaðarháttum og
viðfangsefnum allra menningarþjóða, að stórlega aukinn
skilningur almennings á náttúrlegum hlutum er lífs-
nauðsyn. Ég segi almennings vegna þess, að hér er um
að ræða aðstöðu hvers einstaks manns í því umhverfi, sem
raunvísindi nútímans hafa skapað. Til viðbótar þarf auð-
vitað líka að auka og bæta æðri menntun í náttúrufræð-
um, svo að ekki verði skortur á kennslukröftum né sér-
fræðingum í hinum ýmsu greinum raunvísindanna.
Öldum saman hefur hin æðri menntun vestrænna þjóða
verið að mestu leyti húmanísk: latína, gríska, heimspeki,
saga og kristinfræði og síðar nokkur yngri mál og bók-
menntir. Þetta hafa verið höfuðnámsgreinarnar til undir-