Menntamál - 01.12.1958, Side 6
58
MENNTAMÁL
Menntun íslenzkrar alþýðu.
Hér á landi hefur náttúrufræðum þegar verið gefið
talsvert rúm í skólunum, en lítið fer fyrir þeim í blaða-
og bókaútgáfu og í útvarpi. En það er eins og fólk hér
hafi ekki áhuga fyrir þessum fræðum og telji sig geta
komizt af án þeirra. Flestir virðast hafa fengið hálfgerða
óbeit á náttúrufræðum strax í skóla, og á það jafnt við
um þá, sem hafa aðeins verið í barna- og unglingaskólum,
og hina, sem verið hafa hér í æðri skólum. Sem betur
fer eru þó til nokkrar undantekningar, en þær eru fáar.
Mér virðist það vera áberandi hjá Islendingum, hversu
sljóir þeir eru fyrir einföldustu undirstöðuatriðum raun-
vísindanna, en hneigjast mikið að húmanískum fræðum.
Held ég, að þetta sé ein aðalástæðan til þess, hversu óraun-
sæir þeir eru. En óraunsæi og rómantíska í hugsun og
háttum hefur verið mjög áberandi með íslendingum í
seinni tíð. Helztu áhugamál þeirra virðast vera skáld-
skapur, þjóðleg fræði og stjórnmál. Og þegar þeir svo
hafa aflað sér einhverrar smávægilegrar kunnáttu við-
komandi eigin starfi, verða þeir svo ánægðir með sjálfa
sig, að þeir geta helzt ekki meira lært, og sízt af öllu þau
grundvallaratriði náttúrufræðanna, sem eiga að lærast í
barnaskólum. Það er oft illmögulegt að kenna Islending-
um, sem komnir eru af unglingsaldri, vegna þess að þeir
halda sig vita svo mikið.
Yfirleitt veit íslenzk alþýða lítið í náttúrufræðum og
trúir ekki á gildi þeirra. í meðvitund þjóðarinnar er það
stærsta hetjudáðin að komast til mannvirðinga og valda,
án þess að hafa nokkurn tíma setið á skólabekk. Það er
trúin á innblásturinn og brjóstvitið, sem hér er svo rík.
Þetta vanmat íslenzkrar alþýðu á raunvísindum stafar
fyrst og fremst af því, hversu mjög hinum áðurnefndu
húmanísku fræðum hefur verið haldið að þjóðinni. Þegar
íslenzk alþýða vill fræðast, þá eru henni alltaf fengnar í
hendur nokkrar bækur, sem hér voru skrifaðar í fornöld