Menntamál - 01.12.1958, Side 7
menntamál
59
°5 Prentaðar eru nú upp ár eftir ár. Ég er ekki að gera
lítið úr fornbókmenntum vorum né þeim grundvelli, sem
með þeim var lagður að menningu vorri. En til þess er
grundvöllur, að á honum sé byggt, byggt með nútímasniði
eftir nútímakröfum og án tafar. Það eru líka dæmi þess,
að ágætir grunnar hafi beðið svo lengi, án þess að ofan á
Þá væri byggt, að þeir hafa blátt áfram orðið ónýtir.
Hefur þá orðið að rífa þá í burtu eða byggingin hefur
verið reist annars staðar. Nei! Það dugir ekki að eyða
öllum tímanum við að skoða og lýsa með aðdáun þessum
bókmenntalega grundvelli menningar vorrar, grundvelli,
Sem löngu er lagður og allir vita að er ágætur. Það er að
snúa ásjónunni að fortíðinni og bakhlutanum upp í fram-
Hðina.
Því er oft haldið fram, að mikið djúp sé staðfest á milli
Þúmanískra fræða og náttúrufræða, eða, með öðrum orð-
Um) milli hugvísinda og raunvísinda. Þetta er ekki alls
kostar rétt. Munurinn, sem þarna er á, liggur aðallega í
Því, að hugvísindin eru eldri. Raunvísindin eða náttúru-
Hæðin eiga upphaf sitt í heimspekinni. í grískum og lat-
Peskum heimspekiritum fornum er oft hægt að finna
yrgtu hugmyndina að þeim skýringum á fyrirbærum
^attúrunnar, sem raunvísindi 19. og 20. aldarinnar hafa
eitt í ]jóS- gvo er ^ d. bæði um atómkenninguna og þró-
Ullarkenninguna. Sú fyrrnefnda skaut fyrst upp kollinum
Já Demokrit á 5. öld f. Kr., en sú síðarnefnda hjá
ristoteles á 4. öld f. Kr. Þannig hafa hugmyndirnar
°mlð á undan reynslunni, hugvísindin á undan raunvís-
mdunum. Raunvísindin eru því alls ekki andstæð hinum
^okölluðu húmanísku fræðum, heldur framhald þeirra.
au bera vitni um afrek mannsandans og sigra hans yfir
Pattúrunni.
Öldum saman hefur allur almenningur ekki fengið aðr-
U1 skýringar á fyrirbærum náttúrunnar en þær, sem heim-
Peki °S trúarlærdómar hafa gefið þeim. „Náttúran sjálf