Menntamál - 01.12.1958, Side 8
60
MENNTAMÁL
er guð,“ sagði Spinoza. Það var um miðja 17. öld. Þá var
enn sú tíð, að náttúran var manninum jafn-torskilin og
guð, og lögmál náttúrunnar voru mönnum ekki eins kunn
og lögmál ritningarinnar. Öll þekking á tilverunni var
nátengd guðfræðinni og heimspeki Aristotelesar. Kirkjan
var allsráðandi.
í þessu sambandi er skylt að minnast þess, að vest-
rænni menningu var um aldir haldið uppi af prestlærðum
mönnum. Klaustur og klausturskólar og hér á landi auk
þess biskupsstólarnir og prestsetrin víðs vegar um landið.
Þetta voru miðstöðvar lærdóms og menningar. En þess
verður og að geta, að yfirleitt hefur kirkjan verið treg til
þess að viðurkenna og boða kenningar raunvísindanna.
Og lofsöngurinn um yfirburði hinna klassisku húmanísku
fræða og lítilsvirðingin, sem oft er sýnd náttúrufræðum,
er að miklu leyti verk lærifeðra kirkjunnar.
Fræðsla í náttúrufræðum á íslandi.
En hver er svo þáttur náttúrufræðanna í íslenzkri nú-
tímamenningu og hvernig er háttað fræðslu um náttúr-
lega hluti hér á landi? Hér sem annars staðar eru höfuð-
tæki uppfræðslunnar: skólarnir, bækur og blöð og útvarp.
Vér víkjum fyrst að þeim síðarnefndu.
Ef vér lítum á bóka- og blaðaútgáfu vor íslendinga á
20. öldinni, þá eru þar þrjár greinar, sem yfirgnæfa svo
gjörsamlega, að aðrar hverfa alveg í skuggann. Greinar
þessar eru skáldskapur, þjóðleg fræði og stjórnmál. Enn
er hér mjög lítið gefið út af bókum við alþýðu hæfi um
náttúrufræðileg efni. Ef vér lítum til nágranna vorra á
Norðurlöndum og í Þýzkalandi, þá finnum vér þar fjölda
af bókum og tímaritum um hvers konar náttúrufræðileg
efni og tækni, oftast með ágætum teikningum og myndum,
svo að skiljanlegt er hverjum manni, sem lært hefur
grundvallaratriðin í náttúrufræðum. Ástæðan til þess,
hversu illa vér íslendingar búum að þessu leyti, er auð-