Menntamál - 01.12.1958, Page 14
66
MENNTAMÁL
Þýzkaland DANMÖRK ÍSLAND
ST. % ST. % ST. %
MÓÐURMÁL 28 1 3.9 35 1 7. 1 38 1 7.8
ERLEND M'AL 44 2 1.9 27 1 3.2 36 1 6.9
SAGA+LANDAFR. 20 1 0.0 24 1 1.7 24 1 1.3
S T Æ! RÐ FR Æ£) 1 26 1 2.9 34 1 6.5 33 1 5.5
NÁTTÚRUFR Æ-Ð1 22 1 1.0 2 1 1 0.3 1 8 8.5
ANNAÐ 6 1 30.3 64 3 1.2 64 30.0
STUNDIR ALLS 201 100.0 205 1000 213 100.0
TAFLA IV. Nám til lœrdómsdeildar. 2 bekkir af barnaskóla og 4
bekkir miðskóli.
—VI, en þar lágu aðeins fyrir upplýsingar frá Danmörku
og íslandi. Þetta er auðvitað sú námsbraut, sem flestir
fara, og dreifist sá stóri nemendahópur í báðum löndun-
um þegar eftir 2. eða 3. bekk miðskólans. Fara þá margir
í sérskóla, en aðrir hætta námi. í 4. bekk miðskólans fara
sárafáir, og er hann því ekki tekinn með í töflu VI, sem
gerð er á sama hátt og tafla IV.
Það athyglisverðasta, sem fram kemur í töflunum I—
IV, er málanám Þjóðverja, borið saman við málanám
Dana og Islendinga. Enda þótt þýzka sé töluð og lesin af
milljónum manna, þá byrjar enskunám í þýzkum skólum
við 11 ára aldur. Latínunám hefst við 13 ára aldur, og
tekur það jafnmikinn tíma í miðskólanum og enskunám-
ið, hvort sem farið er í stærðfræðideild eða nýmáladeild.
Sé miðað við allan námstímann til loka miðskólans (tafla
IV), þá hafa Þjóðverjar notað til kennslu í erlendum nú-
tímamálum 13,9% (aðeins enska), Danir 13,2% (enska
og þýzka) og íslendingar 16,9% (danska, enska og
þýzka). Sést hér greinilega, hversu mjög íslenzkir náms-
menn verða að dreifa kröftum sínum við málanámið.