Menntamál - 01.12.1958, Page 19
MENNTAMÁL
71
fermingu eru ekki neinir fi'æðaþulir, sem vilja sitja yfir
bókabunkum allar stundir. Nei, þeir vilja líka taka á hlut-
unum, reyna hlutina, skoða þá utan og innan, taka þá í
sundur, vita allt um þá, miklu meira og á annan hátt en
verður lesið í bókum. Náttúrufræði verða ekki lærð eins
og saga, þau verða að lærast af reynslu. Ef hafnar væru
hér í barna- og gagnfræðaskólum verklegar æfingar í
eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, grasafræði og dýrafræði,
þá fengju unglingarnir meira að gera og meiri áhuga. Og
námsleiðinn mundi minnka.
Hugsum oss 12 ára gamlan pilt, sem settur væri við
útvarpstækið heima hjá sér og ætti að hlusta þar á lýs-
ingu á knattspyrnu í stað þess að fara sjálfur út á
völl eða leika sjálfur knattspyrnu með félögum sínum.
Það er enginn vafi, að drengurinn mundi læra knatt-
spyrnu betur, ef hann léki hana sjálfur, heldur en að
hlusta á lýsingu á henni í útvarpinu. En það gegnir alveg
sama máli um náttúrufræðinámið. Unglingunum nægir
ekki að lesa um þá náttúrlegu hluti, þeir verða líka að fá
að taka á þeim.
Vinnutími kennara.
Vér komum þá að öðru atriðinu, því hversu náttúru-
fræðikennarar hér, sem og flestir aðrir kennarar, eru of-
hlaðnir störfum. Þetta er raunar svo á fleiri sviðum hér
á landi, sem eðlilegt er. Þeir menn íslenzkir, sem hlotið
hafa sérmenntun, hafa svo lítil laun, að þeir verða að
taka að sér miklu meiri vinnu en þeir geta leyst sóma-
samlega af hendi og miklu meiri en þeir þola. Vér ís-
lendingar miðum enn þá allt of margt við orfið og rekuna,
enda þótt véltækni sé komin hér á hátt stig. Hér hugsa
ttiargir sem svo: Það er venjulegt, að menn standi við
slátt eða mokstur 12—14 stundir á sólarhring og oft
*neira og verður ekki meint af. Hvers vegna getur þá