Menntamál - 01.12.1958, Qupperneq 24
76
MENNTAMÁL
viku, hefði eins og 16 stundir til undirbúnings. Hefði
hann þá sem svaraði 40 stundum í allt, sem ekki mun
óvanalegt hér.
Þeir sérskólar, sem taka við nemendunum eftir þriðja
bekk gagnfræðaskóla, mundu ekki hafa önnur náttúru-
fræði en þau, er sérstaklega varða sérnámið, en að sjálf-
sögðu væri sú náttúrufræðikennsla einnig verkleg. Sér-
stöðu hafa auðvitað menntaskólarnir og kennaraskólinn,
sem kenna yrðu áfram allar greinar náttúrufræða og
auðvitað með verklegum æfingum, eins og nú tíðkast í
stærðfræðideildunum.
Þegar fjölga skyldi kennslustundum í náttúrufræðum
við hina ýmsu skóla, þá yrði það auðvitað ekki gert nema
á kostnað annarra greina. Risi þá sennilega upp nokkur
ágreiningur um það, hvar ætti að minnka kröfurnar. Ég
mun aðeins benda hér á þrjú atriði, sem ég tel að einkum
kæmi til greina, þegar aukin verður kennsla í náttúru-
fræðum. 1 fyrsta lagi tel ég, að íslenzkukennslan sé óþarf-
lega mikil, enda talsvert af henni gagnslaust, eins og er.
I öðru lagi má víða fækka erlendum málum, en þau, sem
kennd yrðu, má kenna með betri árangri en nú er gert,
án viðbótartíma. 1 þriðja lagi má í barna- og gagnfræða-
skólum breyta nokkrum hluta af svokallaðri handavinnu-
kennslu og gera hana náttúrufræðilega.
Um þessi atriði verður ekki fjölyrt að sinni, en aðeins
vikið að því síðasta. Ég held, að piltar læri ekki smíðar
að neinu gagni né stúlkur matreiðslu eða sauma í barna-
og gagnfræðaskólum. Slíkt má læra, eftir að skólaskyldu
lýkur, en þá á að vera búið að leggja grundvöllinn. Þessi
grundvöllur er efnisfræði, eða vörufræði, en hana á að
kenna strax í barnaskóla. í stað þess að byrja á því að
tálga spýtuna og gera úr henni einhvern hlut, þá á nem-
andinn fyrst að læra um hinar mismunandi trjátegundir,
gerð þeirra, eiginleika og hvernig þær geta breytzt. Sama
gildir um málma og önnur efni, sem notuð eru í hinu