Menntamál - 01.12.1958, Qupperneq 30
82
MENNTAMÁ'
starf við æfingadeildir og handavinnudeild, en það var
hvorugt til í upphafi. Þá voru aðeins þrjár bekkjardeildir
í skólanum. Nú eru þær sex, auk æfingadeilda, þ. e. a. s.
f jórar aðaldeildir, stúdentadeild og handavinnudeild. Kenn-
arafjölgunin er því eðlileg.
Það hefur stundum verið haft á orði, að vel hafi verið
vandað til í upphafi um starfsmannaval við skólann. Skóla-
stjórinn, séra Magnús Helgason, var vissulega einn hinn
ágætasti skólamaður þessa lands á síðari öldum, og við
hlið sér hafði hann úrvalsmenn, vel búna jafnt að lær-
dómi sem mannkostum. Og Kennaraskólinn hefur æ síð-
an átt því láni að fagna að eiga nýta menn og góða drengi
í sinni þjónustu.
Fastir kennarar í fullri stöðu við skólann hafa fram til
þessa alls verið 24, auk þess 8 fastir kennarar með ekki
fullu starfi við skólann. Stundakennarar hafa samtals
verið yfir 120, kennararfjöldinn því alls kominn yfir 150.
Af tímenningunum, sem kenndu við skólann fyrsta vet-
urinn, er nú aðeins einn á lífi, Matthías Þórðarson prófess-
or, fyrrverandi fornminjavörður.
Af kennarahópnum öllum eru 30 látnir, eða því sem
næst 5. hver maður. En maður kemur manns í stað. Það
er gangur lífsins.
Saga nemenda, sem sótt hafa skólann frá byrjun og
fram til þessa dags, yrði löng saga, ef rekja skyldi til
nokkurrar hlítar. Þess er enginn kostur hér. Aðeins skal
nefna nokkrar tölur til yfirlits.
Alls telst mér til, að innritaðir hafi verið í skólann
1640 nemendur, eða til jafnaðar 35 nýir nemendur á ári,
þar af 1350 í aðalbekkjardeildir, en 290 í aukadeildir.
Nemendafjöldi hefur af mörgum ástæðum verið mjög
misjafn frá ári til árs. Fæstir voru þeir árið 1919—’20,
þá aðeins 30, en flestir árið 1952—’53, þá 141. Fyrsta
starfsár skólans voru þeir 57, síðastliðinn vetur 116. Með-
alfjöldi öll starfsár skólans er 73 á ári.