Menntamál - 01.12.1958, Side 31
MENNTAMÁL
83
Eins og vænta má hefur skólinn ekki útskrifað með
kennaraprófi alla þá, sem inn í hann hafa gengið. Þar
hafa orðið nokkur vanhöld á, en þó ekki meiri en eðlilegt
má teljast. Það gerist árlega, að einhverjir nemendur
verða að hætta námi af ýmsum ástæðum.
Af þeim 1640 nemendum, sem inn hafa gengið, hafa út-
skrifazt með kennaraprófi 1383, og skiptist það þannig,
að 1098 hafa lokið almennu kennaraprófi, stúdentar, sem
lokið hafa kennaraprófi, eru 157, úr handavinnudeild hafa
útskrifazt 78, og prófi í sérgrein hafa lokið 55. Af handa-
vinnudeildarfólki hafa 5 áður lokið almennu kennara-
prófi.
Það lætur nærri, að til jafnaðar hafi útskrifazt 25 á
ári með almennu kennaraprófi, en 27, ef próf í sérgrein-
um og handavinnu eru talin með. Það er langt frá því, að
þetta fullnægi kennaraþörfinni, og bilið breikkar stöðugt
milli kennarafjöldans, sem útskrifast árlega, og stöðu-
fjöldans, sem auglýstur er til umsóknar.
Þess er því full þörf, að aðsókn að kennaraskólanum
aukist frá því, sem nú er, enda þótt þar sé nú helzt til
þröngt fyrir eins og sakir standa.
Nú síðastliðinn vetur var ekki starfandi við skólakennslu
nema ríflega helmingur þeirra, sem útskrifazt hafa með
kennaraprófi frá upphafi skólans. Margir eru dánir, ekki
veit ég hve margir, þá eru allmargir komnir yfir aldurs-
takmark og hættir kennslu þess vegna. Og loks eru þeir
fjöldamargir, sem annaðhvort hafa aldrei við kennslu
fengizt eða horfið frá henni til annarra starfa. Af fyrsta
árganginum, sem útskrifaðist vorið 1909, er eftir því,
sem ég bezt veit, aðeins einn í kennarastöðu nú. Það er
Sveinn Gunnlaugsson frá Flatey. Hefur hann vel og dyggi-
lega rækt þá köllun, sem skólinn vígði hann til á unga
aldri. Og þann vitnisburð eiga nú orðið æðimargir með
réttu, þótt ekki verði hér nöfnum nefndir.
I fyrravetur voru 604 starfandi barnakennarar með