Menntamál - 01.12.1958, Síða 38
90
MENNTAMÁL
Á tímamótum er tvennt til: að horfa aftur og láta hug-
ann dvelja við það, sem liðið er, orna sér við eld minn-
inganna, — og að horfa fram, setja sér nýtt mark, búast
til nýrrar sóknar. Mér er hið síðara meir að skapi. Hin
fáu orð mín hér verða því ekki helguð árangri liðins tíma,
heldur verkefnum framtíðarinnar.
Á þessu afmæli er gott að geta minnzt þess, að verið
sé að vinna að byggingu nýs Kennaraskólahúss. Það hafði
dregizt allt of lengi, að bætt yrði úr brýnum húsnæðis-
skorti þessarar mikilvægu menntastofnunar. En skóli er
meira en hús. Hann er fyrst og fremst samfélag, sam-
starf kennara og nemenda. Markmið þessa samstarfs er
aðalatriðið og aðferðirnar, sem beitt er til þess að ná því.
Ýtarleg umhugsun hefur komið mér á þá skoðun, að kenn-
aramenntunina eigi að auka, hana verði að bæta. Starf
kennrarans er eitt hið vandasamasta, sem unnið er í þjóð-
félaginu. Almenn menntun er orðin svo mikilvæg, ekki að-
eins fyrir menningarlífið og einstaklingsþroskann, heldur
er hagnýtt gildi menntunarinnar orðið svo mikið á þessari
öld tækni og verkhyggni, að það verður að gera sívaxandi
kröfur til þeirra, sem kennslu annast. Þótt það hljómi ef
til vill undarlega, er ég sannfærður um, að bezta ráðið
til þess að bæta úr kennaraskortinum, sem nú háir okkur
svo mjög — en raunar ekki okkur íslendingum einum,
heldur og nágrannaþjóðum — sé, að auka kennaramennt-
unina, bæta skilyrði kennara til þess að gegna starfi sínu
með árangri, gera þá vandanum vaxnari. Það er galli í
skólakerfi okkar, að unglingar, sem ljúka landsprófi og
afráða að sitja 4 ár í viðbót á skólabekk, skuli þegar á
þeim aldri, þ. e. um það bil 16 ára, þurfa að velja milli
þess að keppa að því að öðlast rétt til háskólagöngu með
stúdentsprófi og hins að afla sér kennararéttinda með
kennaraprófi. Ég óttast, að kennarastéttin fari á mis við
ýmsa efnismenn vegna þessa, og þeir, sem við stúdents-
námið komast að raun um, að þeir vildu gjarna helga sig