Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 44
96
MENNTAMÁL
ur hugur á að kynnast „hobby“-sýningunni. Var ég þess
fullviss, að þar gæfist mér gott tækifæri að skoða fjölþætta
tómstundaiðju, er taka mundi vikur að kynnast við venju-
legar aðstæður.
Ég dvaldi á sýningunni nærri óslitið þrjá síðustu dag-
ana og komst að raun um, að stórkostleg þróun og ör hef-
ur orðið í félagsmálum Dana, á tiltölulega fáum árum,
ekki sízt í sambandi við meðferð tómstundanna.
Hvað olli þessari þróun — og þeirri heillavænlegu
stefnu, er tekin var til verndar æskunni, svo að hún bær-
ist ekki afvega í umróti borgarlífsins án takmarks eða
trúar á lífið og tilgang þess?
„Þriðja heimsstyrjöldin,“ var svar flestra, er ég ræddi
við.
Á styrjaldarárunum skapaðist viðsjárvert ástand í
Danmörku. ískyggilega stór hópur æskufólks var að lenda
á villigötum. Vafasamar og alloft hættulegar athafnir, í
sambandi við hernámið, voru raktar til æskufólks. Sjaldn-
ast áttu þessir unglingar sér áhugamál innan vébanda
heimilanna eða voru í félögum, sem örvuðu þá til hollra
viðfangsefna. Félagsleg starfssemi meðal æskufólks var
og á margan hátt erfið á myrkvunarárum Dana.
Hugsandi mönnum varð ljósari en áður sú staðreynd,
að æskunni væri lífsnauðsyn að eiga sér eitthvert ,,hobby“,
einhver holl, helzt verkleg, viðfangsefni. Æskulýðsleiðtog-
ar, sálfræðingar og kennarar skáru upp herör gegn ríkj-
andi ástandi og hvöttu til aukinnar tómstundaiðju bæði á
heimilum unglinga og í félagsheimilum.
Og tómstundaheimili risu upp hvert af öðru og urðu til
ómetanlegs gagns.
Ríkisvaldið tók svo mál þessi til nýrrar athugunar. Með
lagabreytingum 1948 og lögum 1951 voru tómstunda- og
félagsheimili viðurkennd sem þýðingarmiklar uppeldis-
stöðvar.
Samkvæmt lögum frá 1951 ber ríki og bæjarfélögum að