Menntamál - 01.12.1958, Side 48
100
MENNTAMÁL
I öðrum tómstundaheimilum, er ég heimsótti, var unnið
að málum æskunnar á svipuðum grundvelli, að því auðvit-
að undanskildu, að þar voru allir „frjálsir“.
Hjá nágrannaþjóðum okkar er bygging tómstundaheim-
ila talin jafnmikil nauðsyn í hverju nýju hverfi og lyfja-
búð og skóli, en skólarnir eru opnir fyrir tómstunda- og
félagsstarfssemi meira en gerist hér heima.
Athyglisvert þótti mér, að ýmis byggingarfélög, er reisa
stór íbúðarhverfi og selja íbúðir á leigu, telja tómstunda-
heimili ómissandi og reisa þau sem sjálfseignarstofnanir.
Að sjálfsögðu njóta þau styrks ríkis og bæjar, en það, sem
á vantar, leggja íbúarnir fram, með jöfnum greiðslum
sem nemur um 100,00 íslenzkum krónum á ári, að mig
minnir. Nokkur kvöld í mánuði eru heimilin svo opin til
félagslegra afnota fyrir fjölskyldur hverfanna. I Valby
heimsótti ég eitt slíkt heimili. Það var vel staðsett í hverf-
inu, rúmgott, á tveimur hæðum og starfsskilyrði öll hin
ákjósanlegustu.
Á vegum bæjarfélaga eru stofnuð æskulýðsráð, er starfa
í nánum tengslum við skóla og heimili.
Hlutverk æskulýðsráðs á hverjum stað er að hafa for-
ystu um flest, er æskuna varðar félagslega séð, og sameina
hina ýmsu krafta til sameiginlegra átaka.
Við íslendingar erum skammt á veg komnir í þeirri við-
leitni að skapa æskunni góð skilyrði til hollra tómstunda-
iðkana á borð við það, sem Danir gera.
Næsta skrefið er tvímælalaust: æskulýðsráð í kaupstöð-
um og kauptúnum, er forgöngu hafi í þessum málum.
En í framtíðinni, eins og hingað til, verður það hlut-
verk skólamanna og annarra æskulýðsleiðtoga að leggja
hönd á plóginn og marka stefnuna. Uppskeran bregzt ekki.
„Ekkert tengir betur saman börn og foreldra en tóm-
stundaiðja — og engar uppeldisstöðvar fyrir æskuna veit
ég betri, en góð tómstundaheimili“ — voru síðustu orðin,