Menntamál - 01.12.1958, Page 52
104
MENNTAMÁL
vinnufúsleik og vinnugleði barns, að kröfur, sem til þess
eru gerðar, séu í hófi. Þetta getur verið mjög misjafnt,
jafnvel í sömu deild. Þótt t. d. líkamsæfingar séu ætlaðar
öllum jafnt í sama hóp, þá verður þó að taka fullt tillit
til einstaklinganna um þroska, hæfni og úthald. Það get-
ur orðið aganum hættulegt og heilsunni líka að gera sömu
kröfur, einstrengingslega til allra jafnt, hvað sem ein-
staklingseðli líður.
Þegar lítið gefið barn reynir allt, sem það getur, og
nær með því tiltölulega góðum árangri, þá er rétt að láta
það finna það og alla vita, að iðni og dugur getur hjálpað
hverjum, sem er. Ekkert treystir betur gott samband
milli barnanna og kennarans en sú fullvissa þeirra, að
hann sé réttlátur. Það er lyftistöng góðs aga. Og þetta
sýnir enn og aftur, hve nauðsynlegt það er, að kennarinn
skilji starf sitt og hafi það á valdi sínu í krafti persónu-
leika síns og starfsánægju.
Það verður að ganga út frá því, að sá, sem velur sér
kennarastöðu að lífsstarfi, sé að eðlisfari barngóður og
hafi meira og minna af þeim hæfileika að geta sýnt ein-
staklingnum nærgætni og ástúð um leið og hann hjálpar
hópnum.
Máttur persónuleikans verður að streyma frá mörgum
uppsprettum, er gefa eiga valdi hans gildi, svo sem auð-
legð andans, víðum sjóndeildarhring, almennri þekkingu,
umbótaáhuga og hæfileikanum til að tala „sandt om smát
og stort og jævnt om alt det höje“.........
Ég hef þýtt þetta brot kennurum til íhugunar. Ekkert
er mikilsverðara fyrir kennarann en að hann nái valdi
á starfi sínu. Til þess þarf hann að lesa, íhuga og þjálfa
sig. Allar bendingar eru honum því kærkomnar og nauð-
synlegar, ekki sízt, ef þær koma úr jafn-viðurkenndri átt
og þessar hér að framan.
Sn. S.