Menntamál - 01.12.1958, Side 54
106
MENNTAMÁL
Auk kynnisferða í skóla var lögð áherzla á, að kenn-
arar kynntust amerísku fólki, siðum þess og lifnaðarhátt-
um.
Að lokum fóru allir kennararnir til Washington og
dvöldu þar í tvær vikur.
Kennararnir höfðu dvalið í nær öllum fylkjum í Banda-
ríkjunum. Það var því fróðlegt að mætast aftur og bera
saman reynslu og álit á því, sem fyrir hafði borið.
Það var einnig skemmtilegt að vera í hópi kennara frá
mörgum löndum, kynnast mismunandi siðum þeirra og
ólíkum trúarbrögðum.
Herbergisfélagi minn við háskólann í Denver var hol-
lenzkur skólastjóri. Aðrir útlendir kennarar við háskól-
ann voru frá Egyptalandi, Laos, Malaya, Ástralíu, Malta,
Mexico, Guatemala, Þýzkalandi, Noregi og Finnlandi.
Hvern dag skiptumst við á fræðslu um lönd okkar og
þjóðlíf.
Hinir útlendu kennarar við háskólann voru mjög eftir-
sóttir til að tala á fundum og samkomum alls konar fé-
laga.
í skólunum, sem við heimsóttum, var okkur tekið með
kostum og kynjum. Má nærri geta, hve skemmtilegt það
hefur verið fyrir börnin að fá í heimsókn ljóslifandi fólk
frá þeim löndum, sem þau voru að læra um, og geta spurt
um allt, sem þau langaði að vita.
Við höfðum því daglega tækifæri til að kynna land okk-
ar og þjóð.
Eftir jólaleyfið var ég um tíma við Eastman School of
Music í New York fylki. Þaðan fór ég til Juilliard School
of Music í New York borg, Westminster Choir College í
Princeton New Jersey, Yale háskóla í New Haven og
Boston háskóla.
Allir eru þessir skólar framúrskarandi góðir músik-
skólar.
Skólastjórar og kennarar skólanna sýndu mér sérstak-