Menntamál - 01.12.1958, Side 56
108
MENNTAMÁI
Kennslubækur í söng eru mjög vandaðar og góðar. Út-
gáfa kennslubóka er frjáls. Það leiðir af sér samkeppni
milli bókaútgefenda.
Söngkennarar hafa úr svo miklu að velja, að erfitt er
að gera upp við sig, hvað nota skal. Yfirleitt eru flestar
söngkennslubækur mjög góðar og stefna að sama marki,
þó að einhver mismunur finnist á niðurröðun námsefnis.
Venjulega er ein kennslubók fyrir hvern aldursflokk,
og er námsefninu skipulega raðað niður eftir námsþroska
barnanna.
Bækurnar eru skemmtilegar og skrýddar fallegum
myndum. Myndirnar eru til hjálpar börnunum við að
skilja námsefnið.
Oft getur ein lítil skemmtileg mynd sagt meira en heil
blaðsíða af prentuðu máli.
I söngbókunum er mikið um lög við alls konar leiki,
sérstaklega í byrjun skólanámsins. Einnig er lögð áherzla
á þjóðlög frá ýmsum löndum og þjóðleg amerísk lög. Gert
er ráð fyrir, að kenndur sé nótnalestur og þau tákn, sem
þarf að þekkja til þess að geta sungið lag frá blaði. Náms-
efninu er því raðað á kerfisbundinn hátt og myndir óspart
notaðar til skýringar.
Víðast hvar, þar sem ég fór, voru barnakórar starfandi
í öllum skólum. Það vakti undrun mína, að drengir voru
látnir syngja, þótt þeir væru í mútum. Ég spurði kenn-
ara þeirra, hvort þeir væru ekki hræddir um að skemma
góðar söngraddir með þessu. Þeir neituðu því eindregið.
Sögðu þeir, að meiri hætta væri á því, að drengir í mút-
um skemmdu söngrödd sína með því að hrópa og kalla á
kappleikjum heldur en syngja undir stjórn góðs kennara.
Ef þeir hins vegar hættu að syngja, væri söngnáminu
lokið hjá þeim, því að hætta væri á því, að þeir byrjuðu
ekki aftur að syngja, eftir að þeir væru komnir úr mút-
um.