Menntamál - 01.12.1958, Síða 57
MENNTAMÁL
109
Auk þess mundu þeir missa úr skemmtilegt tímabil í
náminu, þar sem ráðizt væri í stærri verkefni.
Fyrir þessar sakir er hægt að starfrækja fjórradda
blandaða kóra í unglingaskólum.
í öllum unglingaskólum, sem ég kynntist, voru margir
slíkir kórar starfandi, oft einn fyrir hvern aldursflokk.
Það er áhugamál allra söngkennara að glæða áhuga
nemenda á góðri tónlist. Ég varð var við það, að nem-
endur völdu ávallt góða tónlist, ef þeir máttu velja verk
til þess að hlusta á.
Unglingakórarnir keppa að því að taka erfið verk til
flutnings. Kaflar úr kantötum eftir Bach eru mjög vin-
sælt verkefni.
Aðstæður eru mjög góðar til söngkennslu í öllum skól-
um. Rúmgóðar kennslustofur, fyrsta flokks hljóðfæri, góð
tónflutningstæki, góðar kennslubækur og lifandi áhugi
skólastjórnar og kennara almennt á þessari námsgrein.
í hverjum skóla er rúmgóður samkomusalur, oftast með
leiksviði og ljósabúnaði. Það eru því góðar aðstæður til
þess að flytja það, sem æft er. Sérstakir undirleikarar eru
til taks fyrir kennara, ef á þarf að halda, hvort sem er
við æfingar eða á tónleikum.
Auk söngnámsins fá börnin tækifæri til að læra að leika
á ýmis hljóðfæri. Þá kennslu annast hljóðfærakennarinn.
Sami kennari kennir á mörg hljóðfæri, strokhljóðfæri,
blásturshljóðfæri og slaghljóðfæri. Það eru flest þau hljóð-
færi, sem notuð eru í sinfóníuhljómsveit.
Kennslan er ókeypis og frjáls. Hafa allir nemendur
tækifæri til að taka þátt í þessu námi, meðan rúm leyfir.
Kennt er í hópkennslu, og er hver hljóðfæraflokkur sér
í tíma.
Þegar börnin hafa náð sæmilegri leikni á hljóðfærið
sitt, geta þau sameinazt skólahljómsveitunum.
Þessi kennsla byrjar í barnaskólunum og heldur áfram
í gegnum framhaldsskólana. Þeir nemendur, sem byrja