Menntamál - 01.12.1958, Page 59
MENNTAMÁL
111
þá læra miklu fleiri börn á blásturshljóðfæri en strok-
hljóðfæri. Auk þess eru sum blásturshljóðfæri vinsælli en
önnur hljóðfæri. Vegna þessa eru margir nemendur, sem
ekki komast að í skólahljómsveitunum. Hefur því verið
gripið til þess að stofna hljómsveitir, sem eru eingöngu
skipaðar blásturs- og slaghljóðfærum. Nú eru slíkar hljóm-
sveitir mjög algengar í Bandaríkjunum. Eru þær nefndar
sinfonisk band eða concert band. Eina strokhljóðfærið,
sem notað er í sinfonisk band, er kontrabassi.
í Denver í Colorado kynntist ég mjög vel músikkennslu
í Merrill Junior High School, sem er unglingaskóli fyrir
unglinga á aldrinum 12 til 15 ára.
I þeim skóla voru tvær aðalhljómsveitir, var önnur
þeirra concert orchestra, en hin concert band. I hvorri
hljómsveit voru 50 til 60 nemendur. Auk þess voru þrír
kórar starfandi í skólanum. Hver þeirra taldi 40 til 50
söngvara. Má það teljast gott tónlistalíf í skólum með um
1600 nemendur.
Hljóðfærin leggur skólinn til og lánar nemendum, meðan
þeir stunda nám í hljóðfæraleik. Hver skóli fær ákveðna
fjárveitingu árlega til efnis- og áhaldakaupa. Hluta af
því fé er varið til hljóðfærakaupa. Þannig myndast smám
saman safn af hljóðfærum í hverjum skóla.
Sums staðar eru börn prófuð til að finna, hvort þau
hafa músikgáfur eða ekki. Enn fremur er líkamsbygging
þeirra athuguð og þeim leiðbeint um val á hljóðfærum.
Stúlkur virðast hafa jafnmikinn áhuga á hljóðfæra-
námi og drengir. Leika þær á öll hljóðfæri jafnt og dreng-
ir, hvort sem um er að ræða strokhljóðfæri, lúðra eða
slaghljóðfæri, enda væri ekki rétt að leggja grundvöll að
þeirri skoðun, að sum hljóðfæri séu aðeins fyrir karl-
menn, með því til dæmis að láta eingöngu drengi leika á
lúðra.
í mörgum skólum í Bandaríkjunum eiga nemendur kost
á að læra píanóleik. Slík kennsla er sums staðar á byrj-