Menntamál - 01.12.1958, Síða 66
118
MENNTAMÁL
setja trjáplöntur og vekja þannig áhuga þeirra fyrir
skógræktinni og hinni lifandi náttúru. Hvers skyldi okkur
þá þörf í nær skóglausu landi? Mér vitanlega hefur eng-
inn haldið því fram hér á landi, að skógræktin ætti að
hvíla á herðum barna og unglinga eða „að nota vinnuafl
barnanna sem ódýran vinnukraft".
Ég hef aldrei heyrt talað um að „nota“ nemendur til
þess að læra eða leysa venjulegt skólastarf af hendi og
fæ ekki skilið, að það kuldalega og miður virðulega orða-
lag eigi fremur við í sambandi við skógplöntun eða
fræðslu um skógrækt.
Þeir, sem eru því fylgjandi, að börn og unglingar læri
að gróðursetja trjáplöntur og hlú að þeim, líta á það
starf fyrst og fremst sem hvetjandi uppeldisatriði og
undirbúning að ötulu skógræktarstarfi síðar á ævinni,
samhliða því að veita nokkra hjálp við gróðursetningu
og stuðla þannig að skógræktinni eftir beztu getu.
Greinarhöfundur nefnir dæmi þess, að börn hafi gróð-
ursett trjáplöntur hér á landi og segir:
„Á nokkrum stöðum hefur mjög sæmilegur árangur
orðið af þessu starfi, en beztur er hann í Undirhlíðum
sunnan við Hafnarfjörð, þar sem nú er vaxið upp stórt
og fallegt sitkagreni, sem gróðursett var 1938. En víðast
hvar er árangurinn lítill eða enginn. Sumt má kenna
óheppilegu vali plantna, en annað er óvandvirkni að
kenna. Það kom nefnilega í ljós, að kunnáttu kennaranna
í meðferð plantna var ábótavant, með nokkrum undan-
tekningum. Einstöku kennarar höfðu lofsverðan áhuga
fyrir þessu starfi, og alls staðar, sem þeir komu nærri,
má sjá nokkurn árangur og sums staðar góðan.“
Er árangurinn alls staðar meiri en mjög sæmilegur,
þar sem fullorðnir hafa gróðursett?
Greinarhöfundur virðist líta svo á, að árangurinn hefði
alls staðar orðið „mjög sæmilegur“, eins og t. d. í Undir-
hlíðum við Hafnarfjörð, ef plöntur hefðu verið rétt vald-