Menntamál - 01.12.1958, Page 71
MENNTAMÁL
123
við að búa of þröng og óhentug eða jafnvel engin húsa-
kynni. í Hafnarfirði er verið að Ijúka við bókasafnshús,
sem verður hið eina á landinu, er geti talizt sambærilegt
við beztu húsakynni slíkra safna erlendis, og mun safnið
flytja á neðri hæð hússins fyrir vorið. í Stykkishólmi,
þar sem gamalt og merkilegt safn hefur legið undir
skemmdum af vatnsgangi á vetrum og ekki verið starf-
rækt vegna þrengsla, er hafin bygging myndarlegrar bók-
hlöðu. í Keflavík hefur verið innréttað handa safninu
allrúmgott húsnæði í nýju steinhúsi, og á Sauðárkróki
hefur safnið með 50 þús. króna styrk af byggingarfé
bókasafna keypt efri hæð í húsi, þar sem það áður átti
neðri hæðina. Þá hefur safnið í Vestmannaeyjum verið
flutt í betri og rýmri húsakynni en það hafði áður. I Kópa-
vogi, Ólafsfirði, á Egilsstöðum, í Neskaupstað, Eskifirði,
Höfn í Hornafirði og á Hvolsvelli er ýmist hafin eða að
hefjast bygging félagsheimila, þar sem búið verður allvel
að bókasöfnum. Á Seyðisfirði mun verða byrjað í vor á
húsi, þar sem bókasafninu er ætlað rúm, og hefur því
verið veittur 50 þúsund króna byggingarstyrkur frá rík-
inu.
III. Fjárframlög.
Heimaframlög til bæjar- og héraðsbóka-
safna eru ........................... kr. 2.419.848
Ríkisframlög .......................... — 617.679
eða 25.5% á móts við heimaframlög.
Heildarframlög ........................ kr. 3.037.527
Heimaframlög fóru kr. 944.466 eða 64.1% fram úr lág-
marki.
Hæst voru framlögin:
Á ísafirði fram yfir lágmark laganna 138.8%
í Reykjavík — — — — 95.68%
Á Akureyri — — — — 87.5%
Á Siglufirði — — — — 81.84%