Menntamál - 01.12.1958, Page 75
MENNTAMÁL
127
2. Með því að vinna að því, að komið verði á fót hag-
nýtum bókasöfnum fyrir kennara.
3. Með því að vinna að því, að komið verði upp kennslu-
tækja- og kennslubókasafni.
4. Með því að beita sér fyrir námskeiðum og farand-
sýningum á bókum og kennslutækjum.
5. Með því að fylgjast með námskeiðum, sýningum, út-
gáfustarfi og annarri fræðslumiðlun meðal starfandi
kennara erlendis og leita samstarfs við þau samtök og
stofnanir erlendra kennara, er gegna hliðstæðu fræðslu-
starfi og hér er rætt um.
6. Með því að afla sýnishorna frá erlendum útgefend-
um og fyrirtækjum, er gera kennslubækur og kennslutæki.
7. Með því að kynnast því og kynna það, er af ber í
starfi íslenzkra kennara og sjá aðkomukennurum fyrir
ókeypis gestaherbergi í Reykjavík, ef þeir óska að fara
þangað í náms- og kynnisferðir.
8. Með því að stuðla að bættri aðstöðu kennara til
framhaldsnáms.
9. Fræðslumiðlun kennara skal leggja kapp á góða sam-
vinnu við alla skylda aðila, einkum fræðslumálastjórn,
stjórn fræðslumála í héraði, Háskóla íslands og kennara-
skólana.
10. Fræðslumiðlun kennara skal hlíta þeim reglum um
starfshætti, fjárreiður og starfslið, sem settar eru á sam-
bandsþingi, og fer um samþykkt þeirra og breytingar á
þeim sem um lög félagsins, en þeir, sem að fræðslumiðl-
un vinna, lúta sambandsstjórn og eru ábyrgir gagnvart
henni.
Greinargerð:
Það mun nú almennt viðurkennt, að kennurum sé öðr-
um mönnum fremur nauðsynlegt að fylgjast með nýj-
ungum í starfi. Erlendis hafa kennarasamtökin látið mál
þessi til sín taka með ýmsu móti. Að sjálfsögðu má deila