Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 76
128
MENNTAMÁL
um það, hverjum sé skylt að beita sér fyrir slíku fræðslu-
starfi, en hitt er einsætt, að menn hins hversdagslega
starfs komast í margan vanda og kynnast ýmsum spurn-
ingum, sem leynast fyrir öðrum. Því er eðlilegt og æski-
legt, að þeir leiti nokkurra úrræða sjálfir til að leysa vand-
ann og hafi aðstöðu til nokkurrar íhlutunar um það, hvern-
ig aðrir taka á þeim vandamálum, er að þeim sjálfum
snúa.
Skýringar:
1. Hér er fyrst og fremst átt við bætta fréttaþjónustu,
eflingu Menntamála, málgagns kennarasamtakanna, sem
og annarra rita, er um uppeldismál fjalla, greinar í blöð
og tímrit, fyrirlestra í útvarp og á öðrum vettvangi. Auk
þess er fræðslumiðluninni ætlað að stuðla að útgáfu bóka
og fræðslurita, er kennurum mættu að gagni verða.
2. Áherzla er lögð á hagnýt bókasöfn, því að aðrar
stofnanir eru líklegri til að hafa bolmagn til að eiga fræði-
leg bókasöfn, sem kennurum ættu að vera jafnheimil sem
öðrum. Fræðslumiðluninni er einkum ætlað að efla söfn
kennara að handbókum og tímaritum. Svo má auka við,
ef kostur er.
3. Kennslutækjasafn getur haft mikið hagnýtt og fræði-
legt gildi, og hafa mætir menn lengi haft hug á að koma
því á fót.
4. Hér er talað um farandsýningar, af því að nefnd-
inni er hugað um, að sem fæstir kennarar þurfi að fara
á mis við þá fræðslumiðlun, er unnt kann að vera að láta
í té, en gerð og snið sýningar ræður miklu um það, hversu
víða hún getur farið.
5. Öðru hverju eru sýningar erlendis á skólavörum, og
er mikilvægt að taka ráð í tíma og haga svo þátttöku, að
fullt gagn verði að. Ef sýningar eru mjög umfangsmiklar,
getur verið ástæða til að velja fulltrúa eftir sérgreinum
þeirra.